Naglinn útbýr graut fyrir húsbandið á morgnana… já svona er hann vel giftur 😀
70g haframjöl
1 tsk salt
1 tsk kanill
2 tsk Chia fræ
1 msk sykurlaust Torani karamellu eða vanillu síróp
niðurskorinn banani
rúsínur
Allt sett í pott ásamt slurk af vatni og 1 % mjólk. Kokkað upp á gamla móðinn.
Skreytt með bananasneiðum, kókosmjöli og kirsuberjum.
Lára
Sælar,
hvar færðu svona Torani sýróp í DK?
kveðja og takk fyrir margar frábærar uppskriftir!
Lára
ragganagli
Takk fyrir heimsóknina Lára. Ég kaupi það í østerlandsk thehus á Nørreport, en aðallega á sykurlaust.is á Íslandi því þeir eru með meira úrval. En svo er vefurinn dialife.eu algjör snilld fyrir allskonar sykurlausar vörur.