500g epli
70g rúsínur
50g döðlur
2 dl hvítvínsedik
100g sukrin
3 tsk kanill
1 tsk vanilluduft
½ tsk kardimommuduft
Skræla epli og hakka smátt
Hakka döðlur smátt
Setja allt saman í pott, hleypa suðunni upp og lækka þá vel undir.
Leyfa að dunda sér með aggalitlum bobblum í c.a 2 tíma á hellunni eða þar til orðið að þykku og djúsí mauki. Einfaldara gerist það ekki.
Sóðalegt og siðlaust út í hafragrautinn…. Úff… framtíðarátsspenna á alvarlegu stigi.
P.S fyrir Naglakúnna:
Í allri uppskriftinni eru 150 g kolvetni = 10 skammtar af ávöxtum.
Einn skammtur ávöxtur = c.a 70 grömm chutney.
Pingback: Vikan í graut | ragganagli
Pingback: Svona rúllar Naglinn | ragganagli