Hvað skal snæða eftir lyftingar?

Eftir lyftingaæfingu fá flestir sér hreint prótín, enda þurfa niðurtættir vöðvarnir á amínósýrum að halda á þessum tímapunkti.

Það vita hins vegar ekki margir að kolvetni eru gríðarlega mikilvæg eftir æfingu og margir eiga erftt með að melta þá staðreynd að eftir æfingu séu einföld kolvetni besti kosturinn.

Við sem pössum sykurstuðulinn daginn út og inn allan ársins hring, eigum oft erfitt með að sökkva allt í einu tönnunum í franskbrauð án þess að fá samviskubit á stærð við Síberíu. En það er óþarfi því að eftir æfingu geturðu fengið þér hvítu beygluna sem þig langaði í í morgun, eða hvít hrísgrjón eftir að hafa tuggið hýðisgrjón allan daginn og það með tandurhreinni samvisku. Morgunkorn úr pakka er leyfilegt á þessum tímapunkti, meira að segja „krakka“ morgunkornið.

Í raun er „allt sem er hvítt hvítt finnst mér vera fallegt“ sem fellur undir þennan hatt.

  • Hvítt brauð
  • Hvítt pasta
  • Beyglur
  • Hlaup (nammi)
  • Hrískökur
  • Maískökur
    Poppkorn
  • Cheerios, Honey Nut Cheerios
  • Special K, Kornflex, Frosties
  • Lucky Charms, Reese’s Puffs, Cinnabon
  • Rice Krispies/Rice Krispies barir
  • Corn Pops
  • Cocoa Puffs, Cocoa Pops, Cocoa Pops Crunchers, Coco Pops barir
  • Sykurlausar eða venjulegar Oreo kexkökur
  • Trix, Froot Loops
  • Hvít grjón
  • Hvít tortilla
  • Hvítt pítubrauð
  • Fitusnauður ís

DSC02019

Oreo-ís

Ástæða þess að við megum leyfa okkur svona gúmmulaði eftir að hafa lyft eins og skepna er sú að eftir æfingu er eini tíminn sem of mikil insúlín losun er í lagi, og ekki bara í lagi, heldur afar nýtileg.

Einföld kolvetni skila sér hratt út í blóðrás, insúlínið fer upp í hæstu hæðir sem hjálpar til við að þrýsta prótíni á ógnarhraða inn í hungraða vöðva sem eru eins og svampar á þessum tímapunkti og soga það í sig. Þannig stuðlum við að prótínmyndun og viðgerð á vöðvunum hefjist hratt og örugglega til að þeir bæti sig fyrir næstu æfingu.

Það þarf samt að passa að fituinnihald kolvetnanna sé í lægri kantinum, þar sem fita hægir á frásogi og dregur þannig úr losunarhraða kolvetna út í blóðrás og prótínið skilar sér hægar til vöðvanna. Það viljum við alls ekki á þessum tíma.

Stærð kolvetnaskammts er einstaklingsbundin og fer eftir þyngd og markmiði hvers og eins.

Fyrir fólk í fitutapi má reikna með skammti einhvers staðar á bilinu 30-50g.

Uppbyggingarmelirnir þurfa meira og geta gúllað allt frá 40 upp í 100 kvekendi.

13 thoughts on “Hvað skal snæða eftir lyftingar?

    1. ragganagli

      ohhh komst upp um átvaglið… það er nefnilega fullt af sykri (maltitol, dextrósi) ennþá í sykurlausum en þá getur maður fengið fleiri kökur… venjulegt Oreo alveg í lagi líka en bara fleiri kaloríur + kolvetni í hverri köku (25 g carb vs. 16 í sykurlausum)

  1. Pingback: iHerb… ILoveyou | ragganagli

  2. Pingback: Kostur – góðvinur heilsumelsins | ragganagli

  3. Pingback: Kanilsnúður sem hækkar hamingjustuðullinn | ragganagli

  4. Pingback: Diet kók súkkulaðikaka…. say what??’ | ragganagli

  5. Pingback: Svona rúllar Naglinn | ragganagli

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s