Súkkulaðibombur – sykurlausar og seðjandi

Súkkulaði er uppspretta hamingjunnar segir Naglinn og skrifar. Súkkulaði örvar gleðistöðvarnar í heilanum því ð finna það bráðna í munninum kemur af stað dópamín framleiðslu og eykur serótónín sem eru taugaboðefnin sem gera okkur glöð.

 

Súkkulaði lætur þig dansa. Súkkulaði lætur þig syngja. Súkkulaði gerir þig glaðan.

 

Ég nota Lífsalt í þessa uppskrift sem er splunkunýtt íslenskt salt sem  inniheldur 60% lægra natríum magn en venjulegt borðsalt og í staðinn er það steinefnaríkt og inniheldur magnesium og kalíum.

Magnesium er gríðarlega mikilvægt steinefni fyrir endurheimt eftir æfingar og hjálpar til við betri og dýpri svefn.

Hnetusmjörin frá Almighty foods sem fást í Veganbúðinni er það sem þeir borða á himnum með höndunum beint úr dollunni. Kasjúsmjörið harðnar eins og íssósan í gamla daga og það er dýrð og dásemd ofan á kalda grauta og smúðinga.

 

Uppskrift

1 dl Hnetusmjör frá Veganbúðinni
2 msk Ósætað kakó Himnesk hollusta
klípa salt (Ég nota Lífsalt)
100g haframjöl frá Himneskri hollustu
2 msk NOW Kókoshnetuhveiti
1 msk Good Good sweet like sugar erythritol
2 msk kókosmjöl til að velta dúllunum uppúr

Aðferð

Blanda öllu nema haframjöli í blandara eða með töfrasprota þar til orðið að meðfærilegu deigi.
Skutlaðu haframjölinu útí og blandaðu saman með sleif.
Ef gumsið er of blautt bættu smá kókoshnetuhveiti útí
Ef gumsið er of þurrt þá bara skvettirðu smá mjólk, plöntumjólk eða vatni útí.
Bleyttu hendurnar og rúllaðu í kúlur eða bolta. Stærð á kúlunum fer eftir smekk hvers og eins og hversu mikið gúrmeti þú vilt hafa í munninum.
Veltu svo kúlunum uppúr kókosmjölinu.
Skelltu þeim í frystinn… ef þú hefur ekki borðað þær allar á þessum tímapunkti.

Frábært að eiga þessar bombur við höndina til að trappa sig niður eftir sykursukk jólanna þegar sykurpúkinn bankar á dyrnar eftir kvöldfréttir.

 

 

____________________________________

Styrkt færsla
Afsláttarkóði http://www.nowfoods.is = ragganagli20
Afsláttarkóði http://www.veganbudin.is = ragganagli