Ostalaus ostasósa

Ostalaus ostasósa

næringarger er parmesanostur veganætunnar. Næringarger gefur saltbragð í mat og brúklegt í allskonar fyrir átvögl. Til dæmis í pizzabotna, falafelbollur, ostapoppsblómkál,ostalausa ostasósu eins og þessa hér…..

 

Ostalausa ostasósan (veganvæn)

1 dl næringarger  (frá NOW eða Naturata)
2 msk MONKI tahini (sesamsmjör)
1 tsk salt
1 tsk hvítlauksduft
1 tsk túrmerik
1 dl Isola ósætuð möndlumjólk
2 msk möndluhveiti/kókoshnetuhveiti
1-2 msk Himnesk hollusta ólífuolía

 

Aðferð:

Skella öllu saman í blandara.
Blitza blandarann þar til allt stöffið er komið í eina orgíu og orðið að flauelskenndri sósu.

🧀Hella yfir pasta, núðlur, steik, grænmetisbuff, falafel, kjúkling, oumph.

🧀Borða… njóta… stynja…. .

Allt stöffið fæst í útópíu heilsumelsins Nettó en þar eru Heilsudagar í uppsiglingu í lok janúar og allt heilsugúrmeti á 25% afslætti.

 

  • færslan er unnin í samstarfi við Nettó og Icepharma