Þið hafið verið aðvöruð. Naglinn er á blómkálsrússi. Í þetta skiptið er það Beikonblómkálsmússa sem lítur reglulega dagsins ljós í Naglahöllinni.
Það er eitthvað við reykta bragðið sem harmónerar dásamlega við barbekjú kryddið og þessi slumma passar unaðslega með allskonar mat, og sem lágkolvetna alternatíf við kartöflumús fyrir þá sem aðhyllast slíka nálgun í mataræði. Ef kalkúnabeikon er ófáanlegt má nota venjulegt beikon, en það eykur kaloríufjöldann og mettuðu fituna í uppskriftinni.
Uppskrift
1 blómkálshaus, skorinn í blóm
Frontier Barbecue krydd (keypt á iherb.com: afsláttarkóði UDU633)
væn klípa sjávarsalt
2 skífur af elduðu kalkúnabeikoni
1. Sjóða blómkál í potti í c.a 20 mínútur, eða gufusjóða í Sistema örbylgjugræju í 8-10 mínútur.
2. Dömpa blómkálinu saman við hitt stöffið og mauka saman með töfrasprota þar til allt orðið vel mjúkt og blandað.
3. skreyta með hálfri skífu af beikoni.
Passar eins og flís við rass með allskonar fyrir átvögl, t.d kjúlla, kalkún, reyktum makríl og fiski.