Útúrtálgaðir skrokkar

Það er rík tilhneiging í nútímasamfélagi að tengja útúrtálgaðan og helskorinn líkamsvöxt við gott líkamlegt form. Forsíður vöðvatímarita og lífsstílssnepla skarta yfirleitt skrokkum á forsíðu með vogskorinn kvið og skarpar útlínur og ekki fituarða í sjónmáli.

En sannleikurinn er sá að slíkt líkamsform er ekki mælikvarði á hreysti, og oft þó síður sé.

Naglinn hefur skorið líkamsfitu niður í öreindir, bæði fyrir fitness mót og myndatökur, og samtímis sem hrósyrðum rigndi inn “vá hvað þú ert komin í gott form” var ólympísk þreyta, hungur, pirringur, endalausar harðsperrur og æfingaleiði í epískum hæðum. Styrkur á æfingum fór hnignandi, þolið og úthaldið máttu muna sinn fífil fegurri og endurheimtin í vöðvunum í frostmarki.

 

 

yoga-journal-KB
Það gladdi því verulega að sjá forsíðu Yoga Journal nýlega með flottri konu á forsíðunni sem endurspeglar eðlilegan líkamsvöxt kvenna með ávalar línur en liðug eins og hlébarði, sterk eins og naut og í stórksostlegu líkamlegu formi sem lætur okkur hin sleikja útum.

 

Heilsa og hreysti eru óháð holdarfari.