Sjúklega mjúkar brúnkur

PhotoGrid_1415630406219

Það finnast ekki nógu sterk lýsingarorð í íslenskri tungu sem ná utan um gómsætið sem felst í þessum skinhoruðu, sykurlausu og dúnmjúku brúnkum (brownies). Unaðurinn sem hríslast niður hryggjarsúluna mælist í bandvíddum þegar þú sekkur tönnunum í þetta ljúfmeti. Við tyggingu upphefst reifpartý í munnholinu, með sjálflýsandi höfuðböndum og sýrutónlist. Þegar mjúkelsið rennur framhjá úfnum og niður vélindað lamast vinstri handleggurinn af gegnumgangandi líkamlegri sælu.

Sjúklega mjúkar brúnkur
Uppskrift

10 bitar

1 skófla NOW baunaprótín *
3 msk kókoshnetuhveiti (t.d frá Dr. Goerg)
2 msk Hershey’s ósætað kakó
2 msk NOW erythritol
1/2 tsk lyftiduft
2 msk Himnesk hollusta kókoshnetuolía
120 g eggjahvítur
1 lítil dós (400g) graskersmauk (pumpkin purée) **
NOW Better Stevia karamelludropar

 

IMG_8828

 

 

Allt stöffið nema graskersmauk fæst í Nettó

* Hægt að nota súkkulaði casein prótínduft í staðinn

** Hægt að nota soðnar maukaðar gulrætur eða maukaða sæta kartöflu í staðinn

 

PhotoGrid_1415630546906

 

 

Aðferð:
1. Öllu stöffinu dömpað í skál og mauka með töfrasprota
2. Hella í brúnkuform og baka í 40-50 mínútur eða þar til þungur knífur kemur út hreinn eins og barnsrass þegar stungið í miðju

 

 

PhotoGrid_1415630942024

 

Ef þú vilt komast skrefi nær himnaríki þá topparðu gleðina með hnetusmjöri og vanillueggjahvítuís.

 

PhotoGrid_1415630278121

 

 

Naglinn fær mjög oft spurningar um næringargildi í uppskriftunum og af einskærri leti hefur ekki verið lagt í slíka útreikninga en í þetta skiptið braut Naglinn odd af oflæti sínu.

Næringargildi per bita (af 10 bitum): 120 kcal, 11g kolvetni, 6g prótín, 6g fita

2 thoughts on “Sjúklega mjúkar brúnkur

  1. Pingback: Nutella brúnkur | ragganagli

  2. Pingback: Hnetusmjörs brownies | ragganagli

Comments are closed