Kryddbrauð Naglans

PhotoGrid_1417264583989

 

Það er fátt sem minnir eins mikið á jólin og nýbakað ilmandi kryddbrauð? Naglinn er Skröggur mikill, enda rammheiðin, og leiðist prjálið og stússið í kringum þessa blessuðu þrjá daga, en það gildir hinsvegar allt annað um matarhefðir og gúmmulaðið sem fljóta um allt í desember.

 

PhotoGrid_1417265140597

PhotoGrid_1417265020430

Sykurlaust prótínkryddbrauð

120g NOW möndlumjöl
2 heil egg
140g eggjahvíta
2 msk NOW Erythritol
klípa salt
2 tsk kanill
1/2 tsk engifer
1/2 tsk negull
1 tsk matarsódi
1 dl vatn

 

 

PhotoGrid_1417264835159

Aðferð

1. Hræra öllu þurra stöffinu saman
2. Skella eggjum, eggjahvítum og vatni saman við og hræra með töfrasprota eða sleif
3. Hella deiginu í brauðform og baka á 160°C í 35-40 mínútur
4. Voilá