Bleikur grautur

 

Rauðrófuduft er náttúrulegt fæðubótarefni sem bætir úthaldið til muna. Ekki þó gamla súrmetið úr Orafabrikkunni, heldur þurrkað og púðrað rauðrófuduft.

Rauðrófuduft inniheldur A vítamín, C vítamín, járn, fólínsýru, kalíum, ýmis B vítamín, andoxunarefni, kólín, trefjar,

Það er líka stútfullt af nítrötum sem breytast í nítríð oxíð í líkamanum og auka súrefnisupptöku í líkamanum.

Rannsókn sýndi að ein vika af því að taka rauðrófuduft opnar blóðflæðið og flytur súrefnismettað blóð til vöðva og þú getur reitt þig á náttúruleg ferli líkamans til að kreista aðeins lengur út á brettinu eða á þrekhjólinu

 

 

Þess vegna er gott að henda rauðrófudufti útí matseldina til að fá sem mest útúr þessari ofurfæðu og bætiefni náttúrunnar.

Uppskrift

50g spírað haframjöl (Rude Health) eða grófir hafrar (Himnesk hollusta)
2 tsk kanill
1 msk NOW psyllium Husk
1 msk NOW Beet Root powder (rauðrófuduft)
klípa Lífsalt
100 ml möndlumjólk ósætuð (t.d Isola)
100 ml vatn

Toppurinn að vera í teinóttu
Almighty foods karamellumöndlusmjör
Gorilla múslí
Niðurskorið epli

Enginn grautur er án þess að vera toppaður með gúrmei Górillumúslíkrönsi og gúmmulaðis Almighty foods toffe almond möndlusmjöri úr Veganbúðinni.

Aðferð
Henda öllu í pott og láta suðuna koma upp.
Malla í 3-5 mínútur
Borða strax eða skutla í ísskápinn fyrir gómsætan næturgraut.

___________________________________________________________________

*Unnið í samstarfi við Veganbúðina, Himnesk hollusta og Icepharma sem flytja inn NOW vörurnar
Hverslun og Nowfoods: Afsláttarkóði ragganagli20

Veganbúðin:  afsláttarkóði ragganagli