Jarðarberjakókostriffli

Grautartriffli yljar munnholinu hvern morgun þessi dægrin. Og það fer bullandi teiti í gang hjá bragðlaukunum. Reykvél, diskókúla og Hebbi Gumm treður upp…. can’t walk away. Þú getur allavega ekki labbað burt frá þessari máltíð. Vanillugrautur, jarðarberjagums og kókoskrem, og líf þitt verður ekki hið sama á eftir. Jarðarberjakókostriffli Uppskrift: Grautur: – Haframjöl (magn eftir […]

Read More…

Kókosblómkálsmússa

Blómkál er eins og kameljón. Það má brúka það í allskonar fyrir aumingja sem vilja gera matinn sinn horaðri en með fullt af fyllingu í mallakút. Blómkálshrísgrjón. Blómkálsmússa. Horuð pizza. Blómkálsklattar. Blómkálssúpa Eins er það góður vinur þeirra sem vilja minnka kolvetnin í matnum, til dæmis ef við erum ekki aktíf á kvöldin og minnkum þá elsku vini okkar sterkjuna […]

Read More…

Horað kökudeig…. og tíminn stendur í stað

Viðurkenndu það bara, þú hefur borðað hrátt kökudeig. Súkkulaðibitakökudeig á bara að étast hrátt, það stendur í stjórnarskránni. Naglinn er deigæta par exelans og hefur gerst sek um að búa til deig til þess eins að éta það með skeið beint uppúr skálinni. En það var í denn, og þá hugsaði maður ekkert um að […]

Read More…

Bakaður rabbarbaragrautur

Er það ávöxtur? Eða er það grænmeti? Kviðdómurinn hefur ekki ákveðið sig, en þetta grænmeti sem þykist vera ávöxtur er í miklu uppáhaldi hjá Naglanum. Það fylgir gríðarleg nostalgía rabbarbaraáti frá útúrsykruðum rabbarbaragraut með rjóma hjá ömmu í Breiðholtinu og Gerður Bjarklind í bakgrunnninum að lesa dánarfregnir og jarðarfarir á gráköldu janúarkvöldi. Bakaður rabbarbaragrautur haframjöl […]

Read More…

Súkkulaðikaka í bolla

Naglinn er í súkkulaðiham þessa dagana enda súkkulaðigrís mikill. Fátt gleður sinnið meira en heit súkkulaðikaka. Og þeyttur rjómi á kantinum ætti að vera bundið í stjórnarskrána. Það er löngu skjalfest að síðasta kvöldmáltíð Naglans verður þriggja rétta dinner af súkkulaðiköku með þeyttum rjóma í öll mál. En það er víst ekki hægt að gúlla […]

Read More…

Gulrótakaka fyrir einstæðing

Stundum langar mann bara í smá….. bara ogguponsu smá …. bara nokkra bita til að friðþægja litla púkann sem byrjar að ólmast og hamast þegar líður á vikuna. “Smá biti af köku og ég skal halda K.J það sem eftir er vikunnar…ég lofa” En þú nennir ekki að skella í heila köku og sitja uppi […]

Read More…