Jarðarberjakókostriffli

Grautartriffli yljar munnholinu hvern morgun þessi dægrin. Og það fer bullandi teiti í gang hjá bragðlaukunum. Reykvél, diskókúla og Hebbi Gumm treður upp…. can’t walk away. Þú getur allavega ekki labbað burt frá þessari máltíð.
Vanillugrautur, jarðarberjagums og kókoskrem, og líf þitt verður ekki hið sama á eftir.

IMG_6183

Jarðarberjakókostriffli

Uppskrift:

Grautur:

– Haframjöl (magn eftir þörf og smekk)
– rifið zucchini (gerir meira magn fyrir átsvín)
– NOW french vanilludropar
– klípa salt
– 1-2 tsk NOW Psyllium Husk trefjar (má sleppa, en gerir enn meira magn)
– NOW chia fræ (bólgna upp og gera skemmtilega áferð)

IMG_6182

Jarðarberjamauk:

– frosin jarðarber
– 1 msk Sukrin/NOW erythriol

Örra í mauk

IMG_6180

Vanillukrem:

– 75 g kotasæla
– 75 g skyr/kvark/grísk jógúrt (1%)
– 2 tsk Sukrin/Stevia/NOW erythriol
– NOW kókoshnetu dropar

Raða í gamla sultukrukku í lögum, grautur, jarðarberjagums, og kókoskrem.

Geyma í ísskáp yfir nótt, því þessi gleði er laaangbest etin köld.