Hnetusmjörs ostakökubitar

Nóvember er helgaður hnetusmjöri í fyrirheitna landinu, JúEssoffEi og heldur betur á þessi unaðslega fæða guðanna skilið að fá heilan mánuð af húllumhæi og gleðskap.

Reyndar eru allir tólf mánuðir ársins hnetusmjörsmánuðir hjá Naglanum, enda hnetusmjör er sá matur sem Naglinn gæti auðveldlega étið líkamsþyngd sína af.  Það er gúllað á hverjum degi og skáparnir sprengfullir af ýmsum smjörvavaríasjónum: hnetusmjör með chili, hnetusmjör með hvítu súkk, kakóhnetusmjör, pekanhnetu, kókoshnetu, kasjú und so weiter.

Svo á Naglinn alltaf birgðir af hnetuhveiti, sem eru púðraðar hnetur sem hafa verið fituskertar með einhverjum prósess sem Naglinn kann ekki að útskýra.

Peanut flour
Blanda nokkrum teskeiðum saman við vatn, klípa af salti og voila… komið horað hnetusmjör sem má nota í allskonar fyrir aumingja. Naglinn notar það í að drýgja venjulegt hnetusmjör, enda átsvín par exelans og allt sem gefur meira magn gleður botnlaust svartholið. Eins er það brúkað í horaða satay sósu, nú eða í botn á ostaköku eins og þessum unaði sem hér fer á eftir.

Hnetusmjörs ostakakökubitar

Hnetusmjörs ostakakökubitar

Hnetusmjörs ostakökubitar

1 skammtur

Botn

Hnetuhveiti blandað við vatn, sukrin og salt, eða blanda sukrin við venjulegt hnetusmjör (magn fer eftir þörf)

Þrýsta ofan í 4 sílikon form og henda inn í 170°heitan ofn í 5-10 mínútur á meðan fyllingin er mölluð.

Fylling

100g kotasæla
50g kvark/hreint skyr/grísk jógúrt
2 tsk Marshmallow dip (fæst í FitnessSport)
1 tsk NOW erythriol
1 eggjahvíta
1/4 tsk NOW xanthan gum
nokkrir dropar NOW french vanilla bragðdropar

IMG_5345

IMG_5954

1. Hræra fyllinguna saman með töfrasprota. Naglinn notar appelsínugulan Bamix sem líkist meira borvél en eldhúsáhaldi.
2. Hella yfir botnana fjóra sem eiga nú að vera orðnir tanaðir í drasl.
3. Baka í 30 mínútur á 170°
4. Kæla í 2-3 tíma, eða yfir nótt.

IMG_5955

Ef einhver segir þér að forðast hnetusmjör, skaltu hætta að tala við viðkomandi. Þú þarft ekki slíka neikvæðni í lífinu. Eða bara gefa honum einn ostakökubita og vinna hann yfir í þitt lið.

One thought on “Hnetusmjörs ostakökubitar

  1. Pingback: Vanilluostakaka með hindberja Quest-bar botni | ragganagli

Comments are closed