Múffur eru guðsgjöf fyrir upptekinn og stressaðan Naglann. Það er nefnilega hægt að hafa þær kramdar í tölvutöskunni og lauma einni og einni upp í sig meðan setið er á óralöngum fundum sem taka ekki tillit til ræktarrottu sem verður hungruð á tveggja tíma fresti.
Naglinn á alltaf birgðir af frosnum berjum í frystiskápnum fyrir flöffmund og grautargleði, en langaði að nýta þessar dúllur í einhverja nýjung og höfðinu stungið í vaskafat. Útkoman úr heilabrotunum voru vanilluhindberjamúffur.
Vanilluhindberjamúffur – low carb
12 litlar snúllur
300 ml eggjahvítur
2 msk NOW möndlumjöl (Lifandi markaður, Nettó, Fjarðarkaup)
1.5 msk NOW psyllium HUSK (Lifandi markaður, Nettó, Fjarðarkaup)
1.5 msk Sukrin/NOW erythriol/Stevia
1 tsk lyftiduft
1/4 tsk NOW xanthan gum
1 msk mjólk (möndlu/belju/soja…whatever floats your boat)
1 msk skyr/kvark/grísk jógúrt (1%)
NOW french vanilla dropar (Lifandi markaður, Nettó, Fjarðarkaup)
1 dl rifið zucchini
100g hindber (frosin/fersk)
1. Stilla ofn á 170 °
2. Hræra allt gumsið, nema hindber og zucchini, saman með töfrasprota eða í blandara
3. Blanda rifnu zucchini og hindberjum varlega saman við með sleif
4. Setja rúmlega eina matskeið af deigi í sílíkonmúffuform
5. Baka í 35-40 mínútur
6. Leyfa þeim að kólna aðeins í formunum áður en lufsurnar eru losaðar….. og áður en þú stingur þeim upp í þig (talað af græðgisreynslu)
Fróðleiksmoli:
Hvað í veröldinni er eiginlega möndlumjöl?
Tekið af vef Yggdrasill.is:
Möndlumjöl má nota í stað hveitis í nánast hvaða uppskrift sem er. Möndlumjölið er 100% hreint, óbleikt, glútenlaust og lágt í kolvetnum sem gerir það hollt, bragðgott og frábæran staðgengil hveitis. Möndlumjölið gefur skemmtilega áferð sem og lit í baksturinn. Ef nota skal möndlumjöl sem staðgengil hveitis er mælt með að nota svipað magn, en gott er að minnka magn vökva.