Horað kökudeig…. og tíminn stendur í stað

Viðurkenndu það bara, þú hefur borðað hrátt kökudeig. Súkkulaðibitakökudeig á bara að étast hrátt, það stendur í stjórnarskránni. Naglinn er deigæta par exelans og hefur gerst sek um að búa til deig til þess eins að éta það með skeið beint uppúr skálinni. En það var í denn, og þá hugsaði maður ekkert um að sykur, smjör og eggjarauður væru kannski ekki besta fóðrið í maskínuna. Slík hegðun er víst ekki æskileg sé vilji til að ná árangri… og passa í fötin sín.

Þess vegna fór púkinn í afturábak kollhnís þegar Naglinn uppgötvaði horað kökudeig, og skeiðar og skálar sleiktar samviskulaust.

IMG_5036

Kökudeigshummus

– 1 dós Himnesk hollusta kjúklingabaunir (mínus vökvi)
-1-2 matskeiðar erythritol (fæst í Nettó), hlynsíróp eða sykurlaust síróp
-2 matskeiðar Monki hnetusmjör (jarðhnetu/cashew/möndlu)
– 2 matskeiðar ósætuð Isola möndlumjólk (belju/möndlu/soja…whatever)
– klípa salt
– 1/4 tsk matarsódi
– 4-6 NOW Better Stevia  dropar
– 5 g Ranbow Forest kakónibbur

IMG_5033

Blanda öllu nema súkkuluaðihnöppum saman í matvinnsluvél eða blandara þar til orðið flauelsmjúkt eins og barnsrass.
Hræra súkkulaðihnöppum saman við.

Hægt að nota sem ídýfu… eða bara skófla í smettið með skeið aleinn í eldhúsinu eins og undirrituð *oink oink*