Vanillujarðarberja grautartriffli

Þegar kemur að mataræði og áthegðun á Naglinn það til að uppgötva eitthvað gúrmeti og borða það “ad libitum” í nokkra mánuði þar til önnur gleði er varfærnislega prófuð… bætt, betrumbætt og henni nauðgað næstu mánuðina.
Undanfarið misseri hefur einkennst af slátrun á bökuðum graut með vanillu eggjahvítuís.

En eftir mikla yfirlegu á netinu komst Naglinn að því að grautartriffli er hið nýja svart.

Lagskiptingar af graut, flöff og ávöxtum og átvaglið grætur inni í sér þegar máltíðinni er lokið.

IMG_5109

IMG_5107

Vanillugrautartriffli með jarðarberjaflöffi

40g haframjöl (aðlaga magnið að þörf)
1/2 dl rifið zucchini (má sleppa, en gerir meira magn fyrir átsvín)
2 skeiðar NOW Psyllium HUSK
2-4 dl vatn (eftir þykktarsmekk)
klípa salt
klípa vanilluduft
Now Better Stevia French vanilla dropar (Nettó, Krónan, Fjarðarkaup)

Now-french-vanilla

1. Kokka graut í grýtu á hlóðum. Hræra eins og vindurinn. Setja til hliðar og leyfa að kólna aðeins meðan flöff er útbúið.

Jarðarberjaflöff

75 g kotasæla (1%)
75 g hreint skyr
2-3 jarðarber
1/2 msk NOW Erythriol

1. Hræra öllu saman með töfrasprota.

Raða graut, jarðarberjum og jarðarberjaflöffi lag fyrir lag eins og triffli í gamla sultukrukku. Borða strax eða geyma í ísskáp yfir nótt.
Þessi gleði er því tilvalin að taka með sér í vinnu, rækt, ferðalög.

IMG_5121

IMG_5118

Bon appetit mon chérie.