Klórarðu þér í skallanum hvað þú eigir að elda í kvöldmat? Eitthvað sem gleður ginið á sama tíma og nærir skrokk.
Hér er ein gómsæt og girnileg kjúllauppskrift með döðlum, ólífum og kapers sem tekur enga stund.
Galdurinn er að marinera bíbífuglinn yfir nótt til að hann drekki í sig allt djúsí stöffið.
Þá þarf ekkert að gera daginn eftir nema að skúbba öllu í eldfast mót og henda í ofninn. Málið er dautt.
Uppskrift
fyrir 4-5 manns
1kg læri og leggir af kjúlla
35 ml rauðvínsedik
35 ml ólífuolía
3 hvítlauksgeirar
1 tsk oregano
2 tsk sjávarsalt
8 stk steinlausar döðlur
2 msk kapers + safinn
8 grænar ólífur skornar í helming
Aðferð.
Dúndraðu ediki, olíu, hvítlauk, oregano og salti í blandara og maukaðu í drasl
Helltu í nestisbox eða poka með smellulás.
Bættu döðlum, kapers og ólífum við gumsið.
Síðan lærum og leggjum
Leyfðu öllu gumsinu að knúsast í 24 tíma svo kjötið drekki í sig allt þetta yndislega.
Þá er ekkert eftir þegar en að hella í ofnfast fat og baka í 45-60 mínútur þar til skinnið er gullbrúnt og stökkt.
Guðdómur með brúnum grjónum sem drekka í sig marineringuna.
Og salati.. alltaf nóóóg af salati fyrir matargatið.