Ólífukjúklingur Naglans með ristuðum salthnetum
Þessi kjúllaréttur tekur öll skilningavitin í gíslingu, því gúrmetið er á slíkum skala að þú trúir ekki að þetta sé hollusta að gumsast um í munnholinu. Þú vilt aldrei að þessi réttur klárist því fortíðarátsþráin eftir þessa máltíð er óþægileg tilfinning.
Þess vegna er ráðlegt að búa til nógu mikið magn til að eiga afgang daginn eftir.
Uppskrift
4 kjúklingabringur
1 dós paprikufylltar ólífur
1 heill haus af hvítlauk
2 lúkur Himnesk hollusta jarðhnetur
2 msk Good Good sykurlaust síróp
1 dl Himnesk hollusta ólífuolía
Aðferð:
Rista jarðhnetur á pönnu eða í ofni með smá salti og ólífuolíu
Saxa ólífur og hnetur mjög smátt
Sneiða hvítlauk í örþunnar skífur.
Blanda öllu saman við ½ dl ólífuolíu og sykurlaust síróp.
Skera vasa í bringurnar og fylla með ólífugumsinu.
Hella restinni af gumsinu yfir kjúllann.
Baka í ofni í 25 mínútur á 200°C
Tjúlluð upplifun að bera fram með aioli (hvítlauksmæjónes), villtri hrísgrjónablöndu frá Himneskri hollustu og góðu salati.
- Færslan er unnin í samstarfi við Icepharma og Nettó.