Suðrænn og seiðandi apríkóslulax Naglans
Þessi laxaréttur kemur af stað dúndrandi partý fyrir bragðlaukana.
Sætan úr appelsínu og apríkósu í bland við knasandi kókosmjölið sendir þig í huganum á sólarströnd í Kyrrahafinu, með regnhlífadrykk í annarri hönd og sólarvörn í hinni.
Hann er ekki síðri daginn eftir þegar gumsið hefur náð að smjúga sér leið inní bleikt laxakjötið, svo það er gott ráð að elda nóg til að eiga afgang.
Undirbúningur er árangur og þegar þú átt holla afganga tilbúna í ísskápnum ertu ólíklegri til að hringja á sveitt teikavei eftir langan vinnudag.
Apríkósulax
fyrir 4-6
1.5 kg Lax
3 msk Good Good sykurlaust Apríkósu marmelaði
Kreistur safi úr 1x appelsínu
1 msk Good Good sykurlaust síróp
2 msk Himnesk hollusta kókosmjöl
salt og pipar
- Good Good vörurnar fást í Nettó
Skera lax í 4 sneiðar
Raða laxinum í eldfast mót. Salta og pipra.
Hrista öll innihaldsefnin saman í krukku nema kókosmjölinu
Hella gumsinu yfir laxinn.
Sáldra síðan kókosmjölinu yfir.
Baka í ofni á 200°C í 10-12 mínútur.
Berið fram með kaldri sósu, villihrísgrjónablöndu frá Himneskri hollustu og góðu salati með ristuðum sólblómafræjum og fetaosti.
T.d má gera tzatzikisósu úr 5% sýrðum rjóma, fersku dilli, smátt skornum agúrkum, salti, pipar og sykurlausu Good Good sírópi.