Aumingja brokkolí hefur stundum fengið ómaklega útreið og margir sem fitja uppá nefið og fussa og sveia þegar litlu grænu jólatrén koma á matarborðið.
En það mun breytast núna….
Þessi uppskrift mun gera brokkolíið að vinsælasta grænmetinu á ballinu.
Og hvað meira er hægt að biðja um þegar fyrirhöfn og vesen er í algjöru frostmarki samhliða gordjöss bragðupplifun.
Löðrandi gómsætt brokkolíbeikonsalat
500g brokkolí
4-5 sneiðar Kalkúnabeikon
Handfylli af sólblómafræjum
1-2 cm raspaður parmesan
salt og pipar
Aðferð
Skera brokkolí í blóm
Gufusjóða í örbylgju eða potti í 5-6 mínútur
Skella beikoni í örbylgjugaur í 2-3 mínútur
Hakka beikon í smáa bita með hníf
Rista sólblómafræ á pönnu
Blanda öllu saman og raspa parmesan yfir og málið er dautt.
Passar með nánast öllum mat…. takk fyrir tíkall.