Bakaður eplakökugrautur

Eplakaka er mikið uppáhaldsát hjá Naglanum og hendir reglulega í eplaböku sem er snædd með ís OG þeyttum rjóma, yfirleitt snætt með tveimur skeiðum og öllum puttum í graðgiskasti. En nú þarf ekki lengur að bíða eftir frjálsri máltíð til að smyrja snúðinn með eplakökugleði, eftir að hafa uppgötvað þessa kombinasjón í morgungleðina. Bakaður eplakökugrautur […]

Read More…

Snarhollur súkkulaðiís um háskaðræðistímann

Þið sem haldið að hollusta sé eingöngu kjúlli og brokkolí eruð aftur á svörtustu miðöldum og megið búast við heimsókn frá Hróa Hetti, enda mataræði ykkar líklega svipað spennandi. Frekar þið en Naglinn. Það má kokka endalaust af gúmmulaði úr hollu hráefni, eina sem þarf er ímyndunarafl og sköpunargleði.  Ef við höldum laukunum á tungunni […]

Read More…

Flöff 2.0

Naglinn flöffar til að gleyma og hefur áður birt uppskrift að eggjahvítuflöffi en hefur nú masterað þessa iðju ofan í öreindir og er eiginlega pínu svekkt að flöffun skuli ekki vera ólympíugrein því þá væri kannski hægt að bæta við medalíu við þessa einu sem prýðir vegginn – takk fyrir þátttökuna í Reykjavíkurmaraþoni 2007. Eggjahvítuflöff 2.0 […]

Read More…

Sítrónulummur

Eggjahvítur spila stóra rullu í morgunstund Naglans þar sem þeim er slátrað samhliða grautargleði til að fá gæðaprótín í sársoltna vöðvana eftir föstu næturinnar. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem sleppa morgunverð eru feitari en þeir sem slafra í sig eftir að hafa slefað á koddann, því þeir bæta upp fyrir það með að borða […]

Read More…

Franskt ristabrauð lummur

French toast er bragðafbrigði sem framkallar litla fullnægingu í munnholinu og fær því að slæðast með í eggjahvítupönnsur með reglulegu millibili.  Naglinn snæðir slíkar lufsur samhliða grautargleði í morgunsárið og sama prinsipp gildir fyrir þær eins og grautinn: Einhæfni er leiðin til glötunar.       Naglinn uppgötvaði þessa dásemd í pönnsur þegar bragðdropar frá […]

Read More…

Súkkulaðiís um háskaðræðistímann

Þið sem haldið að hollusta sé eingöngu kjúlli og brokkolí eruð svo langt aftur á svörtustu miðöldum að þið megið búast við heimsókn frá Hróa Hetti, enda mataræði ykkar líklega svipað spennandi. Frekar þið en Naglinn. Það má kokka endalaust af gúmmulaði úr hollu hráefni, eina sem þarf er ímyndunarafl og sköpunargleði.  Ef við höldum […]

Read More…

Hollustuvöfflur

Hver fær ekki nostalgíu hroll niður hryggjarsúluna við að sökkva tönnunum í heita vöfflu? Þá getur nú verið gott að eiga hauk í horni með súper fljótlegar Heilsuvöfflur. Þessar eru unaðslegar í morgunsárið, í hádeginu, já eða bara í desa eftir kvöldmat. Heilsu vöfflur 2 egg+ 1 eggjahvíta 3 tsk NOW psyllium Husk (má sleppa […]

Read More…

Flöffedí flöff

Naglinn er svín… matarsvín og átvagl með óendanlega teygjanlegt magamál. Örskammtar af mat valda óhamingju í hjartanu og sorg af sulti hálftíma síðar. Þess vegna er leitað allra leiða til að auka magn matarins án þess að bæta við of mörgum kaloríum svo mallakútur sé til friðs næstu tímana og sinnið hamingjusamt. Enter…. eggjahvítuflöff.  Ein […]

Read More…

Súkkulaðilummur

Eggjahvítur er fæða guðanna enda einn besti prótíngjafi sem völ er á. Í morgunsárið eftir föstu næturinnar gargar líkaminn á næringu, bæði kolvetni og prótín til að fylla á birgðirnar fyrir átök dagsins.  Þess vegna gúllar Naglinn eggjahvítur með grautnum í bítið. “Euuughhh… eggjahvítur… það er svo óspennandi” heyrist úr hálsum efasemdafólksins. En aumingja þeir, […]

Read More…

Hrekkjavökupannsa

Naglinn svolgrarí sig eggjahvítur samhliða grautargleði í morgunsárið.  Egg eru besti prótíngjafinn, meira að segja svo góður að þau eru notuð sem viðmið fyrir gæði annarra prótíngjafa.  Þau innihalda allar átta nauðsynlegar amínósýrurnar fyrir byggingu og viðgerð vöðvanna og mikilvæg vítamín og steinefni: B12, ríbóflavín, zink og járn.  Eggjahvítur eru nær algjörlega fitusnauðar, en rauðan inniheldur […]

Read More…