Þið sem haldið að hollusta sé eingöngu kjúlli og brokkolí eruð svo langt aftur á svörtustu miðöldum að þið megið búast við heimsókn frá Hróa Hetti, enda mataræði ykkar líklega svipað spennandi.
Frekar þið en Naglinn.
Það má kokka endalaust af gúmmulaði úr hollu hráefni, eina sem þarf er ímyndunarafl og sköpunargleði. Ef við höldum laukunum á tungunni hoppandi hamingjusömum heldur púkinn sig inni í búrinu sínu og leyfir okkur að taka listskautadans í friði og ró á beinu brautinni.
Súkkulaði eggjahvítuís
4-5 eggjahvítur (120-150g)
ögn af salti
1/2 tsk cream of tartar (fæst í bökunarhillum matvöruverslana) eða 1 tsk edik
2-3 tsk sætuefni (Naglinn notar Sukrin eða Stevia)
1 msk ósætt kakó t.d Hershey’s (fæst í Kosti)
bragðdropar að eigin vali (t.d vanillu, karamellu, sítrónu, appelsínu, Naglinn notar Stevia Sweet Leaf)
Stífþeyta eggjahvíturnar með salti, cream of tartar/ediki og Stevia/Sukrin þar til vel stífar. Þetta skref er gríðarlega mikilvægt, hvíturnar verða að vera pikkstífar (engar dónahugsanir hér) til að ísinn heppnist.
Naglinn er haldin óþolinmæði á mælikvarða og stillir því klukku á 6 mínútur, þá eru hvíturnar orðnar alveg stífþeyttar tilbúnar í næsta skref í lífinu.
Hræra kakó og bragðdropum útí hvíturnar þar til vel blandað saman.
Vefja plastfilmu utan um skálina og henda í frysti í 25-35 mínútur og hræra í blöndunni nokkrum sinnum á meðan.
Voilá…. ljúffengur og snarhollur ís.
Pingback: Sítrónulummur | ragganagli