Eitt það besta sem Naglinn veit er hakk spakk eða Spaghetti Bolognese eins og það heitir víst á frummálinu. En þessi réttur er oft sósaður í kaloríum en í meðhöndlun Naglans er hægt að gera hann horaðri og hollari.
Naglinn er ekki hrifin af vakúmpökkuðum aukefnaúðuðum strimlum úr súpermarkaðnum og kaupir því Klump af bræðrum Guttorms hjá kosher slátraranum sem hann svo hakkar fyrir túttuna.
Þeir sem hafa ekki aðgang að elskulegum íröskum slátrara á Norðurbrú, geta farið í Kjöthöllina og fengið dásamlegt ferskt horað hakk hjá elskunum þar.
Innihald:
4-6% nautahakk
hvítlauksrif kramið
laukur – skorinn smátt
sveppir – skornir í sneiðar
paprika – skorin smátt
Gulrót – skorin smátt
zucchini – rifið á rifjárni
fersk basilika
ferskir tómatar
5% sýrður rjómi (Naglinn notar fromage frais 1%)
Tómatpúrra
Salsa sósa
Sinnep – Naglinn notar French’s
Aðferð:
Sjóða vatn og setja heilhveiti spaghettí útí. Leyfa að malla þar í 8 mínútur.
Steikja hakk. Krydda með Season all, kúmín, oregano, chiliflögum, bbq kryddi.
Steikja hvítlauk, lauk, sveppi, papriku, gulrætur.
Hakk og grænmeti sett saman í pott ásamt rifnu zucchini og niðurskornum tómötum, tómatpúrru, skvettu af vatni og salsa sósu. Hræra öllu vel saman í alemennilega kúrekagrýtu.
Gumsa grýtunni yfir kokkað spaghettíið. Skreytt með ferskri basiliku og sýrðum rjóma. Dásamlegt með hjemmelavet hvítlauksbrauði. Tvær grófar brauðsneiðar með horuðum hvítlaukssmurosti og fitusnauðum brauðosti. Inn í ofn í 10 mínútur.