Hver fær ekki nostalgíu hroll niður hryggjarsúluna við að sökkva tönnunum í heita vöfflu?
Þá getur nú verið gott að eiga hauk í horni með súper fljótlegar Heilsuvöfflur. Þessar eru unaðslegar í morgunsárið, í hádeginu, já eða bara í desa eftir kvöldmat.
Heilsu vöfflur
- 2 egg+ 1 eggjahvíta
- 3 tsk NOW psyllium Husk (má sleppa en gerir hræruna þykkari)
- 1 msk hreint skyr eða kotasæla
- skvetta vatn
- 1 tsk lyftiduft
- 10g vanilluprótínduft (má sleppa)
- 40g NOW möndlumjöl eða Dr. Goerg kókoshnetuhveiti
- 2-3 tsk NOW erythriol/sukrin/stevia/(eða annað sætuefni)
- klípa salt
- 1/2 tsk kardemommuduft eða 1 tappi dropar, 1/2 tsk kanill, 1/4 tsk negull
Öllu hrært saman í blandara eða hrærivél í nokkrar mínútur og hellt í heitt vöfflujárn – getur verið gott að spreyja það aðeins með PAM spreyi áður.
Úr þessu gumsi færðu c.a 3 heilar vöfflur.
Dásamlega gómsætt með þeyttri undanrennu og sykurlausri sultu.
Dásamlega gómsætt með þeyttri undanrennu og sykurlausri sultu.
Farðu úr bænum unaðslegt með niðurskornum banana og hnetusmjöri.
Klámfengið með Sukrin flormelis, Sukrin gold ….úúúú eða kanilblönduðu NOW erythriol.
Anna Sigga
Sæl. Ég er orðin mikill aðdáandi bloggsins þíns og les það í hvert sinn sem kemur ný færsla. Nú langar mig að spyrja hvar þú kaupir allt þetta sykurlausa, sætuefnadótarí.. eins og sykurlausa sultu og Sukrin eða Stevia.. einhvertíma hefurðu minnst á Kost í þessu samhengi en nú langar mig að fara á stúfana og kaupa eitthvað svona sniðugt og fylgja þér betur eftir í þessum uppskriftum þínum.. (ætla t.d. að búa til “réttinn” í kvöld).
ragganagli
Sæl Anna Sigga, takk fyrir að fylgjast með mér.
Birti pistil um akkúrat þetta efni fyrir stuttu: https://ragganagli.wordpress.com/2012/11/10/iherb-iloveyou/
Eins setti ég linka inná sukrin síðuna í vöffluuppskriftinni. Kostur selur ýmislegt t.d Stevia og sykurlaust kakó og ég hef minnst á það þegar svo er í sumum uppskriftum.
Anna Sigga
Frábært.. ótrúlegt þá virðist þetta vera eini pósturinn sem hefur farið fram hjá mér og akkúrat það sem þú þurfti að vita.. takk fyrir 🙂