Hollustuvöfflur

Hver fær ekki nostalgíu hroll niður hryggjarsúluna við að sökkva tönnunum í heita vöfflu?
Þá getur nú verið gott að eiga hauk í horni með súper fljótlegar Heilsuvöfflur. Þessar eru unaðslegar í morgunsárið, í hádeginu, já eða bara í desa eftir kvöldmat.

Low-carb-vöfflur

Heilsu vöfflur

 • 2 egg+ 1 eggjahvíta
 • 3 tsk NOW psyllium Husk (má sleppa en gerir hræruna þykkari)
 • 1 msk hreint skyr eða kotasæla
 • skvetta vatn
 • 1 tsk lyftiduft
 • 10g vanilluprótínduft (má sleppa)
 • 40g NOW möndlumjöl eða Dr. Goerg kókoshnetuhveiti
 • 2-3 tsk NOW erythriol/sukrin/stevia/(eða annað sætuefni)
 • klípa salt
 • 1/2 tsk kardemommuduft eða 1 tappi dropar, 1/2 tsk kanill, 1/4 tsk negull

NOW psyllium husk  Now-Almond-Flour

Öllu hrært saman í blandara eða hrærivél í nokkrar mínútur og hellt í heitt vöfflujárn – getur verið gott að spreyja það aðeins með PAM spreyi áður.

Úr þessu gumsi færðu c.a 3 heilar vöfflur.
Dásamlega gómsætt með þeyttri undanrennu og sykurlausri sultu.
Farðu úr bænum unaðslegt með niðurskornum banana og hnetusmjöri.
Klámfengið með Sukrin flormelis, Sukrin gold ….úúúú eða kanilblönduðu NOW erythriol.

3 thoughts on “Hollustuvöfflur

 1. Anna Sigga

  Sæl. Ég er orðin mikill aðdáandi bloggsins þíns og les það í hvert sinn sem kemur ný færsla. Nú langar mig að spyrja hvar þú kaupir allt þetta sykurlausa, sætuefnadótarí.. eins og sykurlausa sultu og Sukrin eða Stevia.. einhvertíma hefurðu minnst á Kost í þessu samhengi en nú langar mig að fara á stúfana og kaupa eitthvað svona sniðugt og fylgja þér betur eftir í þessum uppskriftum þínum.. (ætla t.d. að búa til “réttinn” í kvöld).

 2. Anna Sigga

  Frábært.. ótrúlegt þá virðist þetta vera eini pósturinn sem hefur farið fram hjá mér og akkúrat það sem þú þurfti að vita.. takk fyrir 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s