Til hvers að eyða hýrunni í plastaðar tortillur úr sjoppunni þegar það tekur fimm mínútur að skella í hjemmelavet lummur. Þessar eru í miklu uppáhaldi hjá Naglanum og frábært að eiga á lager í frysti. Þá er bara kippt út tveimur kvikindum og skellt á pönnu til að þíða upp.
Low -carb tortillur Naglans
2 stk
– 150g eggjahvítur (5 stk)
– 2 msk NOW psyllium Husk (Fjarðarkaup, Lifandi markaður, Nettó)
– pizza krydd
– 2 msk möndlumjólk
– 2 msk rifið blómkál ( má sleppa en gerir þykkari lummu)
Hræra saman með gaffli.
Skella á sjóðandi heita smurða pönnu (PAM eða kókosolía)
Lækka niður í miðlungshita.
Snúa túttunni á magann þegar orðin nokkuð þurr.
Gerir 2-3 kvekendi (eftir stærð pönnunnar)
Fylla með allskonar fyrir aumingja. Græmmó, hakkgrýtu, kjúlla, rísó, kínóa… hvað sem hugurinn girnist og ísskápurinn hefur að geyma.
Pingback: Himneskt hummus… með leynilegu hráefni. | ragganagli
Pingback: Tjásaður kakókjúlli – Ragga Nagli