Eplamúffur Naglans

Naglinn borðar eggjahvítur og haframjöl saman á morgnana.
Þar sem græðgismelurinn ræður ríkjum í matarvali, er þessu tvennu aldrei blandað saman. Með því að skilja hvítur og hafra að í sitthvorri uppskriftinni fæst nefnilega meira magn matar, og svartholið heldur KÁ JOÐ, næstu tvo tímana allavega.

Eplakaka er í miklu uppáhaldi hjá Naglanum og því upplagt að gúlla slíka gleði ofan í galtómt svartholið á kantinum með grautargleðinni meðan stírurnar eru nuddaðar úr augnkrókunum.

IMG_3377

Epla-múffur
5 stykki

5 eggjahvítur

½ tsk lyftiduft

1 matskeið kókoshnetuhveiti
1/2 tsk xanthan gum

½ skófla prótínduft (Naglinn notar Bake Pro sem er bragðlaust og þolir hitastig yfir 150°)

epli skorið í litla kubba

1 msk sykurlaust eplaamauk

1 tsk kanill
1 tsk vanilluduft

1 tsk apple pie spice (keypt á iherb.com)

IMG_2987

IMG_3400

  1. Hita ofn í 170°
  2. Spreyja múffuform með PAM spreyi
  3. Blanda öllu saman, nema brytjuðum eplum, í blandara/hrærivél/töfrasprota.
  4. Hræra eplunum saman við deigið
  5. Hella í 5 múffuform
  6. Baka í 35 mínútur þar til gylltar að ofan.

Dásamlega gómsætt með sykurlausri sultu eða Walden Farms sírópi eða Apple Butter.

IMG_3379