Hinn frægi prótínís Naglans

 

Þeir sem fylgjast með Naglanum á Snapchat og Instagram hafa eflaust slefað á símtækið yfir póstum um eftir-æfingu gleðina sem er hnausþykkur prótínsjeik toppaður með ávöxtum, súkkulaðisósu og kakónibbum.

Naglinn er áferðarperri og vill hafa sína sjeika þykka eins og steinsteypu sem þarf helst að borða með hníf og gaffli og skóflar gleðinni upp í sig beint úr blandarakönnunni. Ekkert að skíta út fleiri glös en þarf. Ef þú getur snúið könnunni á hvolf án þess að innvolsið haggist þá ertu með hinn fullkomna sjeik í höndunum.

 

 

Uppskrift

1 skófla NOW Casein prótínduft
handfylli spínat
handfylli toppkál (fæst í Nettó) eða grænkál eða pálmakál
2-3 sellerístilkar
10-12 klakar
1 tsk xanthan gum (þykkingarefni, fæst í Nettó)
4-7 dropar Better Stevia French vanilla eða English Toffee
100 ml ISOLA ósætuð möndlumjólk

 

 

 

Sistema klakabox með loki. Enginn leki. Ekkert vesen.

Aðferð:

  1. setja fyrst spínat, sellerí, toppkál/grænkál í blandarann og hakka niður
  2. þegar því er lokið sjeikagerðarmaður tekur 10-12 klaka og mylur mélinu smærra
  3. og eitt kíló margarín… djók…. út í blönduna fer núna möndlumjólk, xanthan gum  stevia dropar og casein prótínduft
  4. Hræra saman á púls stillingu eða klakastillingu (Kitchen Aid) í 1-2 mínútur til að hnoða öllu saman. Athugið að blandan er þykk og illviðráðanleg í fyrstu og þarf stundum að stoppa og skrapa gumsinu niður með börmunum og hræra aftur.
  5. Stilla síðan yfir á hæga stillingu til að fá búðingsáferð og hræra þar til klakinn er uppleystur og allt blandað í eina orgíu.Toppa síðan gleðina með:Fersk jarðarber eða banana niðurskorið
    Rain Forest kakónibbum
    Horaðri súkkulaðisósuHoruð súkkulaðisósa
    2 msk Hershey’s kakó
    4-7 dropar hreint NOW Stevia (græn flaska)
    4-5 msk ISOLA ósætuð möndlumjólk

Áferðin er þykk eins og Royal búðingur og það tekur c.a 20-30 mínútur að torga þessu ofan í ginið. Naglinn slekkur á símanum og nýtur með núvitund og fer urlandi sátt inn í daginn.

 

Færslan er unnin í samstarfi við Nettó og Icepharma.