Súkkulaðibrjálæði í kaffibolla

Naglinn er með súkkulaðikökublæti.
Sé tekið mið af greiningarviðmiðum geðlæknisfræðinnar valda klámfengnar fantasíurnar um hnausþykka lummu sem bráðnar í skoltinum oft óstarfhæfni.
Þó valda þær aldrei vanlíðan því frygðinni er svalað “med det samme” og skellt í snarholla og horaða súkkulaðiköku í kaffibolla eða skál. Inn í örra í 2 mínútur og matargatið andar í bréfpoka á meðan af spenningi.

IMG_4961
Súkkulaðibrjálæði í bolla

1 skammtur

1 egg
100g graskersmauk (niðursuðudós) eða ósætuð eplamús
2 msk hveiti (möndlumjöl/kókóshnetuhveiti/malað haframjöl)
1 msk sætuefni (Stevia/Sukrin/Truvia)
1 msk ósætað kakó (Ghirardelli/Hersheys/Sollu)
1/4 tsk lyftiduft
klípa salt
1 tappi vanilludropar
1 tsk mjólk (belju/möndlu/soja/hrís….)
1 tsk brytjað 70% dökkt súkkulaði (má sleppa en á eigin ábyrgð)

Innihaldsefnin

Innihaldsefnin

1. Spreyja eða smyrja kaffikrús eða skál að innan með PAM/kókosolíu.
2. Hræra öllu vel saman með gaffli svo eggið og graskerið blandist vel saman við hitt gumsið. Naglinn notar frekar skál en kaffibolla því það vill sullast uppúr bollanum í örranum.

IMG_4958

Öllu hrært saman í skál. Ekkert sérstaklega fallegt á þessu stigi máls.

3. Inn í örbylgjuofn á fullu blasti í 2 mínútur.

IMG_4965

Ekki nema c.a 200 karólínur í þessari dásemd.

Toppað með horaðasta súkkulaðikremi norðan alpa, og samviskulausum þeyttum rjóma úr undanrennu og vanilludufti.

Gúllað í trýnið með gleði í hjarta og glassúrsmurðu brosi.