Naglinn var einu sinni í yfirþyngd
“Færið ykkur strákar, hún tekur alla gangstéttina þessi”
“Slappaðu af í kexinu”
“Þú þarft nú að endurskoða líkamsvöxtinn þinn.”
“Svínka!”
Naglinn grennti sig
“ Hún er örugglega með átröskun”
“Þú ert orðin alltof horuð”
“Mikið líturðu vel út.”
Naglinn byrjaði að hugsa um mataræðið
“Ertu að borða 6 sinnum á dag? Er það ekki alltof mikið?”
“Ætlarðu að borða allan þennan hafragraut?
“Ertu ekki að borða alltof lítið?”
“Ég gæti aldrei borðað svona eins og þú”
Naglinn lyftir lóðum
“ Er ekki óhollt að lyfta svona þungt?”
“ Þetta er alltof mikið álag á líkamann”
“Þetta getur nú ekki verið heilbrigt”
“Þú verður eins og karlmaður
Naglinn keppti í fitness
“Þú ert ekki með nógu stórar axlir”
“Þú ert ekki nógu skorin.”
“Þú ert ekki með nógu stór brjóst, þyrftir að fá þér sílíkon.”
“Þú ert of grönn.”
Naglinn fitnaði hratt eftir fitnessmót
“Er hún ófrísk?”
“Datt hún kylliflöt í nammipokann?”
“Er hún bara hætt að æfa.”
Naglinn er með vöðva
“Hendurnar á þér eru eins og á karlmanni.”
“Þetta er ekki fallegur líkamsvöxtur.”
“ Voðalega ertu með rýran rass, ertu ekki að gera hnébeygjur?”
“Þú ert nú ekkert vöðvabúnt”
Sumt samferðarfólk þitt mun alltaf finna sig knúið til að láta skoðun sína á útliti þínu, líkamsvexti, mataræði og æfingamynstri í ljós.
Stundum eru slíkar athugasemdir jákvæð rýni til gagns, en í flestum tilfellum er hún til niðurrifs.
Það þarf sterk bein til að láta athugasemdir frá krepptum tám sem vind um eyru þjóta og halda sínu striki í því líferni sem þú sjálfur hefur kosið þér.
Breytingar á lífsstíl og líkama er stöðug barátta.
Barátta við eigin gagnrýni, eigin efasemdir og neikvæðar hugsanir.
Misvísandi og tvöföld skilaboð frá umhverfinu eru olía á eld slíks sjálfsniðurrifs
“Er ég að æfa og borða rétt.”
“Er ég nógu grannur, nógu massaður, nógu skorinn, nógu sterkur”
“Er ég að fitna aftur?”
Veldu þér þínar baráttur og sannfærðu sjálfan þig um að þitt val og þínar ákvarðanir á hverjum tíma séu réttar fyrir þig.
Aðeins þín eigin reynsla getur leitt annað í ljós.