Við byrjum öll einhvers staðar

PhotoGrid_1419147980263

 

 

 

Stelpan sem þurfti hvíldarinnlögn í Hveragerði eftir kortérs hlaup tók 10km í Reykjavíkur maraþoni á 45 mínútum.

 

Stelpan sem reykti pakka á dag af Camel lights og marineraði sig í áfengi tvo daga í viku er bindindismanneskja og hollustufrík.

 

Stelpan sem var dyggur styrktaraðili líkamsræktarstöðva án þess að stíga fæti þar inn fær fráhvarfseinkenni frá hreyfingu og æfir flesta daga vikunnar.

 

Stelpan sem rétt slefaði stúdentsprófið með 5 í meðaleinkunn er með þrjár háskólagráður í sálfræði.

 

Stelpan sem fannst eldamennska vera örbylgjun á 1944 pastarétti heldur matreiðslunámskeið í hollri matargerð.

 

Stelpan sem áleit fitnessfólk og hreystimenni vera öfgafullan þjóðbálk var að gefa út heilsubók sem situr á toppi metsölulista Eymundsson.

 

 

Villtustu draumar geta ræst þegar viljinn er fyrir hendi.