Hollar bolludagsbollur

Bolludagsbollur-1

 

Bolludagurinn nálgast eins og óð fluga en það er engin ástæða . Það er heldur engin ástæða að sitja úti í horni með sorg og sút, maulandi gulrót og taka ekki þátt í gleðinni.  Hér er hugmynd að hollum og horuðum bolludagbollum fyrir þá sem eru að passa línurnar eða þeir sem kjósa af öðrum ástæðum að úða ekki allar æðar stútfullar af sykri og smjöri þennan mánudag í febrúar.

Horaðar bolludagsbollur
4 bollur

1 dl hreint skyr
1 egg
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk kardimommudropar
2 msk NOW erythritol
3/4 dl NOW möndluhveiti
1/4 dl Dr. Goerg kókoshnetuhveiti
1 msk NOW psyllium husk

 

 

20150212_115610

Aðferð:
1) stilla ofninn á 200°C
2) hræra saman skyri, eggi, kardimommu, erythritol og í lokin hveiti og Husk
3) móta 4 bollur. Leggja á bökunarpappír og baka í 10-15 mínútur

 

Fylling

250g kotasæla
1 msk Isola möndlumjólk
1 msk NOW erythritol eða Sugarless Sugar
1/2 tsk vanilluduft

Aðferð: Hræra saman með töfrasprota þar til allt orðið slétt og fellt.

 

 

bolludagsbollur-2

Þegar bollurnar eru orðnar kaldar viðkomu skellirðu fyllingunni inní og stráir Sukrinmelis yfir lokið á bollunni.
Þá er ekkert eftir nema sökkva tanngarðinum í herlegheitin og sleikja hvítt gumsið af kinninni.

bolludagsbollur-3

One thought on “Hollar bolludagsbollur

  1. Pingback: Ragga nagli: Hollar bolludagsbollur - DV

Comments are closed