Einfaldleiki og fljótleiki í matargerð er kokteill sem hentar Naglanum sérstaklega vel því yfirleitt er tíminn af skornum skammti á meðan hungrið herjar á kviðarholið. Þessi baka tekur örskamma stund frá upphafi til enda svo fóðrunaraðgerðir geta hafist sem fyrst.
Quiche Naglans
Botn
1 skófla NOW baunaprótín (pea protein)
1 msk Dr. Goerg kókoshnetuhveiti
1 egg
1 msk NOW psyllium Husk
sjávarsalt og pipar
Blanda saman öllu stöffinu í botninn með smá skvettu af vatni þar til verður að þéttu deigi. Þrýsta deiginu niður í lítið hringlaga eldfast mót eða kökuform. Einnig hægt að nota múffuform
Fylling
150g eggjahvítur
steikt spínat
steiktur rauðlaukur með skvettu af balsamediki
nokkrir steiktir sveppir
steikt marið hvítlauksrif
Naturata næringarger
Sjávarsalt og pipar
Hræra steiktu grænmeti út í eggjahvíturnar ásamt salti og pipar. Hræra vel og hella yfir botninn.
Baka í 200°C heitum ofni í 15-20 mínútur.
Sáldra næringargeri yfir bökuna þegar tilbúin til að fá ostagúmmulaðisbragð.