Appelsínur eru í sísoni núna og úr hillum matvöruverslana hér í Baunalandi velta íturvaxnir appelsínugulir hnettir stútfullir af C-vítamíni og bíða þess að almúginn sökkvi tönnunum í gómsætt aldinkjötið.
En þær eru til annarra hluta nytsamlegar eins og að skralla börkinn útí í horaða súkkulaðisósu og gefa henni þannig kattartungu effekt. Og rúsínan í pylsuendanum er að þessi sósa tekur ekki nema tvær mínútur frá A til Ö.
Kattatungusósa Naglans
Uppskrift
2-3 msk Hershey’s ósætað kakó
1-2 msk ósætað NOW hot chocolate
dassi af möndlumjólk
rifinn börkur af einni sínu + smá kreista af vökva
Hræra öllu saman þar til kakóið hættir andspyrnu sinni við vökvann og allt blandast saman í dásamlega harmóníu.
Unaður út á bakaðan appelsínugraut
Allt stöffið fæst í Nettó.
Pingback: Súkkulaðimússa | ragganagli