Súkkulaðikókos ostakaka – step by step

Á sunnudögum býr Naglinn til fjórfalda uppskrift af ostaköku, sker hana í fjóra parta (dööhh…) og graðgar einum fjórðungi í smettið í kvöldsnæðingum yfir vikuna. Hinar ýmsu bragðvaríasjónir eins og súkkulaðikaramellu og vanilluhindberja hafa litið dagsins ljós upp á síðkastið. Allar jafn unaðslega gómsætar, og maður á víst ekki að gera upp á milli barnanna sinna eeennn… ef Naglinn stæði frammi fyrir Stóra Dómi á morgun yrði súkkulaðikókos ostakakan fyrir valinu sem nestið á eyðieyjuna.

IMG_5977

Hér er skref-fyrir-skref leiðbeiningar um hvernig þessi unaður verður til, allt frá getnaði til fæðingar. Hér er skammturinn miðaður við snæðingaþörf Naglans, en þið aðlagið að sjálfsögðu magnið að ykkar eigin þörfum.

Súkkulaðikókosostakaka 
4 skammtar

Súkkulaðikókosostakaka

Súkkulaðikókosostakaka

Botn:

80g NOW möndlumjöl (Fjarðarkaup, Hagkaup, Lifandi Markaður)
20g kókoshnetuhveiti
12 g Fiber Sprinkle (gefur krönsj undir tönn, má líka nota mulið hrökkbrauð)
1 eggjahvíta
1 dl möndlumjólk

IMG_4323

Fylling:

450g kotasæla
250 g kvark/hreint skyr/grísk jógúrt (1%)
2 msk NOW erythriol (Fjarðarkaup, Hagkaup, Lifandi Markaður)
1 msk Walden Farms Marshmallow Dip (má sleppa)
1 tsk súkkulaði sykurlaust Jello pudding mix
1.5 msk Hershey’s ósætað kakó (Kostur)
NOW kókoshnetudropar

IMG_5921

Innihaldsefni í fyllingu

Aðferð.

1. Hræra allt gumsið sem fer í botninn  saman þar til það verður að deigi og hnoða í kúlu

Innihaldsefni í fyllingu

Botninn í kúlu

2. Setja kúluna á smjörpappírsklæddan botn af smelluformi (20-25 cm í þvermál)

IMG_5899

3. Setja annan smjörpappír yfir kúluna og fletja út með kökukefli þar til botninn hefur fyllt út í kantana.

IMG_5900

IMG_5904

Bjútífúl botn

4. Henda lummunni í 160°C heitan ofn í c.a 10 mínútur meðan fyllingin er preppuð.

5. Hræra öllu í fyllinguna saman með töfrasprota.

IMG_5905

Spennan magnast

 6. Hella yfir botninn sem ætti nú að vera orðinn fallega gullinbrúnn eins og strætisköttur á heitu tinþaki.

IMG_5908

7. Inn í ofn í 30-35 mínútur. Kakan á ekki að vera bökuð í öreindir heldur að vera aðeins “wobbly” þegar hún kemur úr sólbaðinu. Hún heldur nefnilega aðeins áfram að bakast og taka sig eftir á.

IMG_5911

Tilbúin kakan í heilu lagi

Svo er kvikindið toppað með horuðum þeyttum “rjóma” úr undanrennu, horaðri súkkulaðisósu og ósætuðum kókosflögum.

Með horuðum undanrennurjóma, kókosflögum og horaðri súkkulaðisósu

Með horuðum undanrennurjóma, kókosflögum og horaðri súkkulaðisósu