Rabbarbaratriffli

Haframjöl er eins og auður strigi málarans, það má malla úr því hefðbundinn graut á hlóðum, grautartfriffli, næturgraut, bakaðan graut, rista á pönnu, bollakökur…. aðeins ímyndunaraflið setur þér landamæri.

Rabbarbaratriffli er oft skóflað í svartholið í Naglahöllinni í morgunsárinu þessi dægrin, af því Naglinn var svo séð í sumar að kaupa heilu bunkana af þessum unaðslega ávöxt sem er grænmeti og frysta í nestisposum… ligga ligga lái.

Rabbarbaratriffli

Grautur:

– Haframjöl (magn eftir þörf og smekk)
– rifið zucchini (gerir meira magn fyrir átsvín)
– NOW Pomegranate & Blueberry dropar
– klípa salt

Rabbarbaragums:

– Rabbarbari
– 1 msk Sukrin/NOW erythriol
– Vanilluduft

Vanillukrem:

– 75 g kotasæla
– 75 g skyr/kvark/grísk jógúrt (1%)
– 2 tsk Sukrin/Stevia/NOW erythriol
– NOW french vanilla dropar

IMG_5345

Raða í gamla sultukrukku í lögum, fyrst grautur, svo rabbarbaragums, jarðarber og vanillukrem.

Rabbarbaratriffli

Graðga í smettið.

Þátíðarátskvíði er garanteraður.