Ostakaka….. aftur… siríöslí?
Jebb, jebb…. svona er það þegar maður graðgar gleði í smettið á hverjum degi, þá þarf að hleypa ímyndunaraflinu lausu til að halda stuði í partýinu.
Í þetta skiptið tölum við um frosna ostakökubita sem hægt er að kippa út einum í einu, eða borða alla bitana á einu bretti… eins og eðal átvöglum sæmir.
Toppaðir með sykurlausri karamellusósu sem bráðnar á tungunni eins og fyrsta snjókorn að hausti.
Súkkulaði-og söltuð karamella – ostakökubitar
1 skammtur
Botn:
1 msk Monki möndlusmjör
1 msk kakó
1-2 tsk vatn
1. Hræra öllu saman í botninn. Þrýsta ofan í sílíkonform og setja í frysti meðan þú útbýrð fyllinguna.
Fylling:
75g kotasæla (1%)
75g kvark/skyr/grísk jógúrt (1%)
1/2 msk sætuefni t.d NOW erythriol
2 tsk Hershey’s ósætað kakó
NOW kókoshnetudropar
1 eggjahvíta
2. Hella fyllingunni yfir botninn og frysta det hele í c.a 2 tíma
Sykurlaus karamella
1 niðursuðudós light kókoshnetumjólk
1 dl hunang
1 tsk vanilluduft/vanilludropar
Setja allt saman í pott. Leyfa suðunni að koma upp og láta malla í heilögu hjónabandi í 45 mínútur þar til orðin þykk og girnileg. Þessa karamellusósu má svo geyma í kæli í 7-10 daga.
Hella yfir kökuna og sáldra sjávarsalti yfir heila klabbið. Öööönaður… segi ég og skrifa… ööönaður.
Allt stöffið fæst í Nettó