Hinn frægi prótínís Naglans

  Þeir sem fylgjast með Naglanum á Snapchat og Instagram hafa eflaust slefað á símtækið yfir póstum um eftir-æfingu gleðina sem er hnausþykkur prótínsjeik toppaður með ávöxtum, súkkulaðisósu og kakónibbum. Naglinn er áferðarperri og vill hafa sína sjeika þykka eins og steinsteypu sem þarf helst að borða með hníf og gaffli og skóflar gleðinni upp […]

Read More…

Rabbabara-jarðarberja Rúna

      Sumarið er tíminn… fyrir allskonar gúmmulaði. Það er ómetanlegt að upplifa gúrmetisbragðið og ferskleikann af því sem er í “sísoni” Rabbabaratíðin er í miklu uppáhaldi hérna megin. Og jarðarberjatíðin. Sérstaklega dönsku jarðarberin. Hér í Danaveldi eru búgarðar þar sem má koma og tína sjálfur af trjánum og bragðið af þeim berjum er […]

Read More…

Súkkulaði og vanillubúðingur – Naglavæddur sykurlaus unaður

Naglinn er mikið matargat þykir fátt skemmtilegra en að borða. Jú og skoða uppskriftir. Og hugsa um mat. Og planleggja máltíðir. Og hvernig megi Naglavæða hina hefðbundndu rétti yfir í hollustulífið. Að Naglavæða er semsagt kjarnyrt íslenska yfir hugtakið “að hollustuvæða” sem felst í að nota næringarríkari, horaðri og hollari innihaldsefni en hin gömlu góðu […]

Read More…

Sætt án sykurs – fræðsla um allskonar sætuefni

Ekki allir vilja fylla vélindað af sykri og smjeri í uppskriftum sínum þar til vömbin biðst vægðar, og leita því logandi ljósi að hollari valkostum til að líða betur en jafnframt taka þátt í gleðinni. Þá eru mörg vopn í vopnabúri hollustumelsins sem hægt er að grípa í.   Það er til dæmis barnaleikur einn […]

Read More…

Bakað hafra-berja-banana-brjálæði

Þú þarft að kaupa þér sérhljóða eftir að borða þessa sykurlausu berjaböku. Enginn sykur. Ekkert hvítt hveiti. Bara unaður. Hollusta og hamingja. Gleði og gúrmeti. Tryllingsdansinn sem upphefst þegar heit berin og bananinn koma saman í haframjölskrönsi undir tönn er eins og unglingadrykkja á Þjóðhátíð. Og Ó svo einfalt og yndislega fljótlegt. Því hver nennir að […]

Read More…

Græni þrumuísinn

    Naglinn er áferðarperri. Allt þarf að vera þykkt. Lepjuþunnir sjeikar valda óhamingju í sinninu og     Sumir drekka grænu þrumuna sína. Úr glasi eða krús. Sumir gera grænu þrumuna svo þykka að hana þarf að borða úr skál. Með skeið. Eða hníf og gaffli. Tekur ekki nema 5 mínútur og málið er […]

Read More…

Ávanabindandi Brownies – hveitilausar og sykurlausar

Þessi brúnka (brownies) hefur farið sigurför um landið á matreiðslunámskeiðum Naglans, Now og Nettó í hinum ýmsu bæjarfélögum. Þær eru hættulega ávanabindandi og sitja í ísskápnum klesstar en samt svo mjúkar. Gómsætar og gordjöss. Súkkulaðibragðið svo unaðslegt. Og garga á þig að fá þér bara einn bita í viðbót… sem er allt kei, því þær eru horaðar, […]

Read More…

Mokkakaka í bolla…. Mokkasína

  Það er eitthvað ávanabindandi við baunaprótínbragð. Þeir sem hafa smakkað og brúkað það í heilsubakstur skilja mjúkheitin og lekkerheitin sem það gefur í bakkelsið. Þegar það síðan blandast við kakó og kaffibragð þá fara öll skilningavit á fullt. Sambland af kaffi og súkkulaði gefur henni rétt á að heita mokkakaka… eða mokkasína eins og Naglinn […]

Read More…

Hnetusmjörs brownies

  Þessar litu dagsins ljós í matarboði nýlega og slógu svo mikið í gegn að allur skammturinn kláraðist og húsmóðirin þurfti að snara fram jarðarberjum í hallæri. Það sem kom á óvart var að gestirnir voru ekki prótínslafrandi járnrífingamelir, heldur MeðalJón og Gunna, sem eru vön sykruðum hnallþórum og dísætum snúðum í desa. Þegar slík […]

Read More…

Matreiðslunámskeið Naglans, Nettó og NOW, Akureyri 21. nóv, 2015

Naglinn átti stórkostlega helgi í höfuðstað Norðurlands með matreiðslunámskeið sitt í samstarfi við Nettó, NOW og Under Armour. Af fenginni reynslu eru Akureyringar höfðingjar heim að sækja. Lífsgleðin. Jákvæðnin. Viðmótið. Kurteisin. Gestrisnin.   Og þetta skiptið var engin undantekning. Hjálpsemin í Nettó starfsfólkinu á heldur sér enga líka, og flaggskipið á Glerártorgi stóð heldur betur […]

Read More…