Naglinn átti stórkostlega helgi í höfuðstað Norðurlands með matreiðslunámskeið sitt í samstarfi við Nettó, NOW og Under Armour.
Af fenginni reynslu eru Akureyringar höfðingjar heim að sækja.
Lífsgleðin. Jákvæðnin. Viðmótið. Kurteisin. Gestrisnin.
Og þetta skiptið var engin undantekning.
Hjálpsemin í Nettó starfsfólkinu á heldur sér enga líka, og flaggskipið á Glerártorgi stóð heldur betur undir nafni.
Matreiðslunámskeið Naglans, Nettó og NOW var “algjört sökksess” þar sem bæði kennari og nemendur áttu notalega stund á köldum laugardegi í nóvember, fræddust um hin ýmsu framandi innihaldsefni, lærðu notkun þeirra í margvíslegum uppskriftum og gæddu sér síðan á framleiðslunni eftir allskonar tilraunamennsku við eldavélarnar.
Appelsínusúkkulaðikrem lítur dagsins ljós. Því var síðan smurt ofan á hollustubrownies og útkoman var guðdómur. Tíminn stöðvaðist smástund þegar tygging á því gúrmeti átti sér stað.

Pizzugerð í fullum gangi. Horaður smurostur, bananar og skinka er kombinasjón sem getur ekki klikkað
Flöffgerð
Og að sjálfsögðu var flöffað. Og hvað er flöff? Flöff er óútskýranlegt. Ekki búðingur. Ekki sjeik. Ekki smoothie.
Flöff er einstök eining sem gerir lífið gleðilegra. Guðsgjöf til okkar með óendanlegt magamál.
Uppistaðan í flöffi:
Frosnir ávextir eða grænmeti (ber/banani/zucchini)
NOW hreint casein prótínduft.
NOW Better Stevia dropar
Isola Möndlumjólk.
NOW xanthan gum.
Uppskrift að horaðri súkkulaðisósu má finna hér
Það er alltaf jafn skemmtilegt að sjá viðbrögð námskeiðshesta við flöffinu. En það veldur oftast vonbrigðum að þeir ná ekki að klára skálina… þegar Naglinn tekur eina svona skál í nefið… og sleikir síðustu dreggjarnar upp með puttanum.
Og afrakstur þrælabúðanna var ekki af verri endanum. Fullt af kaffibollakökum sem við gerum í Sistemaboxum í örbylgjuofni. Kaffibollakökur notar Naglinn í staðinn fyrir graut á morgnana. Enda sprottið fram úr bælinu eins og köttur með sinnep í bossa.
Sistema boxin koma sterk inn í kaffibollakökugerð
BRAUÐ OG BOLLUR
Dásamleg glúteinlaus brauð og bollur. Ekkert hvítt hveiti, ekkert ger. Enginn sykur.

Allos pestóið á alltaf við. Fæst auðvitað í útópíu heilsuspaðans Nettó
Heljarinnar pizzuveisla þar sem hver slæsan toppaði næstu í gúrmeti. Glúteinlausar, hveitilausar og snarhollar toppaðar með allskonar gleði.
Smurostur, ananas og paprika…. heyrði ég einhvern segja “JÁ TAKK.”
Þessi var óútskýranlega gómsæt.
Skólastofan umbreyttist í Babettes Gæstebud, þar sem borðið svignaði undan hollum kræsingum og gómsætum sykurlausum snæðingum.
Þreyttir námshestar gæða sér á afrakstri dagsins eftir þrældóminn í eldhúsinu. Það sást ekki högg á vatni þó úðað væri í sig af kræsingum. Sem betur fer voru Sistema boxin ekki langt undan til að ferja gleðina með heim og gefa sínum nánustu.
Stórkostlega vel heppnaður dagur með dásamlegu fólki á yndisfögru Akureyri að kvöldi kominn.
Naglinn hlakkar strax til næstu námskeiða í janúar sem verða tilkynnt hér á síðunni, sem og á Facebook undir ‘Events’. Fylgist með.