Naglinn fór í búðina.
Í grænmetisdeildinni var kona í yfirþyngd.
Annar viðskiptavinur sagði: “Hey feitabolla. Veistu ekki hvað er óhollt að vera svona spikaður. Farðu í ræktina. Fylltu körfuna af gúrkum, ekki veitir þér af”
Við kjötborðið var grannvaxin kona að kaupa sér nautahakk
Konan við hlið hennar sagði: “Þetta er nú ekki heilbrigt vaxtarlag. Þú ert örugglega með átröskun. Í guðanna bænum fáðu þér rjóma.”
Í mjólkurkælinum var vaxtarræktarmaður að kaupa skyrdollur.
Maðurinn sem var að versla Nýmjólk sagði: “Hey þú ert steiktur í hausnum af sterum og ógeði sem þú dælir í þig. Það er ekki heilbrigt að vera með vöðvafíkn og búa í ræktinni”
Í gosrekkanum var stúlka í mínípilsi og magabol.
Maður kom aðvífandi með tveggja lítra kók undir handleggnum: “Hey þú Almannagjá. Ertu að biðja um að láta nauðga þér í þessum hóruklæðnaði?”
Í sjoppunni var blökkumaður að borga fyrir kók og prins.
Konan fyrir aftan hann með Lion bar og Appelsín sagði: “Hey halanegri. Drullastu aftur heim til þín og hættu að mergsjúga kerfið á Íslandi.”
Afgreiðslukonan á kassanum var arabísk kona með slæðu sem sagði: “Eitthvað meira kaupa?. Viltu kvittunin í pokann?”
Drengurinn í röðinni sagði: “Hey múslímaógeð. Lærðu almennilega íslensku. Ertu kannski með sprengjuvesti innanklæða og ætlar að drepa okkur öll eins og bræður þínir í París?”
Á bílastæðinu löbbuðu tveir karlmenn og báru innkaupapoka í hvorri hönd en leiddust með hinni höndinni
Maður að fara inn í Yarisinn sinn gargaði: “Ojj ógeðsleg ónáttúra. Það ætti að brenna ykkur á báli og sleppa bandóðum nautum í gleðigönguna til að útrýma kynvillu.”
Nei djók.
Svona talar fólk ekki hvert við annað. Ekki í kjötheimum.
Þetta er bara það sem Naglinn hefur lesið í kommentakerfum á netinu
Svona talar fólk bara þegar tölvuskjár aðskilur líkama fólks
Í gær var alþjóðadagur gegn einelti.
Einelti kemur fram í mörgum myndum.
Ekki bara á skólalóð milli óharðnaðra barna.
Heldur líka hjá fullorðna fólkinu í ljótum orðum, særandi setningum og fordómum.
Og þau meiða mest.
Þessu þarf að breyta hið snarasta með meiri ábyrgð á ummælum í á netinu.
Tökum tíu sekúndna andrými, stöndum upp og hugsum hvort við myndum segja þetta ‘andlit til andlits’ áður en við pikkum á lyklaborðið.