Jólakókoskúlur – sykurlausar

Proteinchokladbollar5

 

Eru jólin ekki rétt handan við hornið og tímabært að hnoða í nokkrar sykurlausar, hveitilausar ljúffengar kókosjólakúlur til að gleðja tungubroddinn og komast í geggjaðan jólafíling eins og Baggalútur.

En það mun einmitt svífa jólaandi yfir vötnum í bakstursgleðinni á matreiðslunámskeiðum Naglans,Nettó og NOW foods á Akureyri 21. nóvember og Hafnarfirði 18. nóvember.

Einhver sagði að uppskriftir og myndir af uppstilltum matvælum væru ekki lengur móðins, en Naglinn lætur það sem norðangarra um eyru þjóta.  Matur er alltaf móðins.

Enda fátt mikilvægara en að sameinast í bakstri til að eiga tilbúna yfir vikuna þegar púkinn læðist að eyranu í skammdegisrökkrinu.

Hollari kókoskúlur
10 unaðslegar snúllur

125g kotasæla (eða tófú/ laktósafrítt skyr)
c.a 1/2 dl (25g) haframjöl
2,5 tsk eða c.a 10g ósætað kakó (t.d NOW eða Hershey’s)
1 tsk skyndikaffi (duft)
2 tsk (5g) rifinn kókos (kókosmjöl)
1 msk stevia eða NOW erythritol
10g rifinn kókos til rúllunar

Proteinchokladbollar3
1. Mauka sæluna þar til hún verður mjúk eins og nýþveginn barnsrass
2. Blanda restinni saman við og hræra þar til verður að hamingjusamri einingu.
3. Rúlla í 10 kúlur og rúlla hverri uppúr rifnum kókos
4. Henda í kæliskáp í allavega 15-20 mínútur… ef þú getur ekki beðið svo lengi eftir að sökkva tönnunum í þennan unað geturðu brúkað frystihólfið í nokkrar mínútur.

Ef þú vilt lág-kolvetna vænni kúlur má skipta út haframjölinu fyrir 2 matskeiðar af annaðhvort baunaprótíni eða casein prótíni.

Miðasala á næstu matreiðslunámskeið Naglans hér:
https://ragganagli.wordpress.com/matreidslunamskeid-roggu-nagla-akureyri/

https://ragganagli.wordpress.com/matreidslunamskeid-roggu-nagla/

________________________
Allt stöffið í gúmmulaðið fæst í Nettó