Í Ammeríkunni er Naglinn búin að:
Vera “on the road” í Kaliforníu í fimm borgum og allavega þremur bæjum
Gista á hótelum, mótelum og íbúðum
Æfa samt á hverjum stað.
Borða hafragrautinn sinn á hverjum morgni. Hvort sem er uppúr Sistema nestisboxi á hóteli eða skál í íbúð.
Naglinn er líka búin að borða:
Fullt af grilluðum heilum Kjúkling (rotisserie)
Brasilísk, japönsk og tyrknesk grillspjót (skewers)
Sushi
Grillaðan lax
Grillað nautakjöt
Hrísgrjón, hummus, sætar kartöflur, kartöflur, kínóa,
Fullt af bestu appelsínum í heimi, jarðarberjum, eplum, vínberjum
Haug af maísstönglum
Bílfarma af ferskasta grænmeti sem þú getur fundið
Naglinn er líka búin að borða:
Skjannahvítar beyglur með sykraðri sultu
Allskonar M og M’s
Hamborgara með öllu tilbehör
Átta laga Súkkulaðiköku frá Cheesecake Factory
Trix, Reeses Puffs og annað dísætt morgunkorn eftir æfingu
Spikfeita Tomma og Jenna ammeríska hormónasteik
Dísætar kanilbeyglur
Prósessaðan cheddar sem inniheldur varla snefil af osti
Prófað í fyrsta skipti:
Kóreskt barbíkjú
Steiktar engisprettur
Farro
Fjólubláar kartöflur
Fjólublá hrísgrjón
Broccolini
Þannig er lífsstíll í jafnvægi.
Að njóta í mat og drykk en með hófsemi að leiðarljósi.
Að flétta gómsætið inn í planið og banna ekkert.
Að forðast orðræðuna: “má ekki” “á ekki” “skal ekki”
Að vera heilsumelur en jafnframt nautnaseggur.
Að vera ræktarrotta en jafnframt ferðalangur.
Að vera oftast ræktaður í hollustunni, en líka svolítið sveittur í sukkinu.
Ef þú viðheldur sömu lífsstílsvenjum í útlandinu eins og heima í þægindaramma hversdagsins þá segir buxnastrengurinn það sama við farangursbandið í Leifsstöð
Ef þú heldur rútínu í hreyfingu og aðhyllist 80/20 regluna í mataræði þá kemurðu heim sáttur og stoltur.