Heilsumelur og vegbúi

Í Ammeríkunni er Naglinn búin að:

 

Vera “on the road” í Kaliforníu í fimm borgum og allavega þremur bæjum

IMG_0232

Gista á hótelum, mótelum og íbúðum

Æfa samt á hverjum stað.

IMG_0817

 

IMG_0834

Borða hafragrautinn sinn á hverjum morgni. Hvort sem er uppúr Sistema nestisboxi á hóteli eða skál í íbúð.

IMG_9886

 

 

IMG_0383

IMG_0452

Naglinn er líka búin að borða:

 

Fullt af grilluðum heilum Kjúkling (rotisserie)

IMG_0889

Brasilísk, japönsk og tyrknesk grillspjót (skewers)

Sushi

Grillaðan lax

IMG_0300

Grillað nautakjöt

Hrísgrjón, hummus, sætar kartöflur, kartöflur, kínóa,

Fullt af bestu appelsínum í heimi, jarðarberjum, eplum, vínberjum

 

IMG_0033

Haug af maísstönglum

Bílfarma af ferskasta grænmeti sem þú getur fundið

 

IMG_0059

 

IMG_0029

IMG_0031

 

 

Naglinn er líka búin að borða:

 

Skjannahvítar beyglur með sykraðri sultu

 

DSC01340

Allskonar M og M’s

Míní-mogm's

Hamborgara með öllu tilbehör

Átta laga Súkkulaðiköku frá Cheesecake Factory

IMG_0893

Trix, Reeses Puffs og annað dísætt morgunkorn eftir æfingu

 

IMG_1022

Spikfeita Tomma og Jenna ammeríska hormónasteik

 

IMG_0137

Dísætar kanilbeyglur

Prósessaðan cheddar sem inniheldur varla snefil af osti

 

Prófað í fyrsta skipti:

 

Kóreskt barbíkjú

IMG_0998

Steiktar engisprettur

IMG_0067

Farro

Fjólubláar kartöflur

Fjólublá hrísgrjón

Broccolini

 

 

Þannig er lífsstíll í jafnvægi.

 

Að njóta í mat og drykk en með hófsemi að leiðarljósi.

Að flétta gómsætið inn í planið og banna ekkert.

Að forðast orðræðuna: “má ekki” “á ekki” “skal ekki”

Að vera heilsumelur en jafnframt nautnaseggur.

 

IMG_0495

Að vera ræktarrotta en jafnframt ferðalangur.

 

IMG_9988

Að vera oftast ræktaður í hollustunni, en líka svolítið sveittur í sukkinu.

 

IMG_9992

 

Ef þú viðheldur sömu lífsstílsvenjum í útlandinu eins og heima í þægindaramma hversdagsins þá segir buxnastrengurinn það sama við farangursbandið í Leifsstöð

 

Ef þú heldur rútínu í hreyfingu og aðhyllist 80/20 regluna í mataræði þá kemurðu heim sáttur og stoltur.