Nutella brúnkur

Naglinn hefur gert margar brúnkurnar (brownies) í gegnum tíðina en þessar slógu öll fyrri met. Þær eru óður til ástarinnar. Lífsins elixír. Uppspretta frygðarhljóða. Mjúkelsi undir tönn. Bitarnir krefjast vart tyggingar og rúlla niður kokið. Heslihnetubragðið dansar trylltan dans á tungubroddinum meðan súkkulaðibragðið lekur niður kinnholurnar.   Átið verður líka mun gleðilegra móment þegar diskurinn og […]

Read More…

Súkkulaðimússa

Einn uppáhalds kvöldsnæðingur Naglans er súkkulaðimússa, skinhoruð, pökkuð af prótíni og algjör unaður á tungu. Hreinn og klár veislumatur um háskaðræðistímann. Og svo fljótlegt og einfalt blómin mín sem er það sem skiptir mestu máli þegar hungrið mikla sækir að.   Uppskrift: 150g kotasæla 2 msk kókoshnetumjólk (eða möndlu/belju/soja) 1/4 tsk NOW xanthan gum 1 msk […]

Read More…

4-mínútna prótínkaka Naglans

Hefur þú aldrei prófað horuðu 4-mínútna súkkulaðiköku Naglans? Hún er appelsínugulur björgunarkútur þegar sykurpúkinn gerir hosur sínar grænar og hvíslar ástarljóðum í eyrað á þér. Hún er haukur í horni þegar réttlætingarnar fyrir að detta niður í sukksvaðið eru við það að ná yfirhöndinni í baráttunni við skynsemina. Og það besta er að hún krefst […]

Read More…

Tíramísú triffli

Vissir þú að Tíramísú þýðir “lyftu mér upp” á ítölsku? Og ef þessi grautur lyftir þér ekki upp úr bælinu í morgunsárið alla leið upp í sjöunda himin þarftu að láta athuga starfsemi bragðlaukanna á næstu heilsugæslustöð. Ein sneið af tíramísú inniheldur hátt í 500 karólínur og 30 grömm af fitu meðan þessi morgungleði er […]

Read More…

Sjúklega mjúkar brúnkur

Það finnast ekki nógu sterk lýsingarorð í íslenskri tungu sem ná utan um gómsætið sem felst í þessum skinhoruðu, sykurlausu og dúnmjúku brúnkum (brownies). Unaðurinn sem hríslast niður hryggjarsúluna mælist í bandvíddum þegar þú sekkur tönnunum í þetta ljúfmeti. Við tyggingu upphefst reifpartý í munnholinu, með sjálflýsandi höfuðböndum og sýrutónlist. Þegar mjúkelsið rennur framhjá úfnum […]

Read More…

Skinhoruð súkkulaðimússa

Blómkál er guðsgjöf náttúrunnar til heilsugosa, því það er eins og kameljón og getur brugðið sér í allra kvikinda líki. Blómkál eykur líka magn af mat með aðeins örfáum karólínum. Fyrir þá sem mæla lífshamingju í magni af mat eins og Naglinn er slík viðbót eins og að fá símtal frá Brad Pitt með boð í […]

Read More…

Horuð klessukaka

Naglinn fer oft yfir pollinn til Svíaveldis til sjoppunar á fóðrunarvörum í ICA maxi Västra Hämnen í Malmö því sænskurinn aðhyllist töluvert meiri frjálshyggju en fyrrum drottnarar Skánar með mun breiðara vöruúrval af allskonar hollustuvörum og ammerísku stöffi fyrir átvögl. Á strolli sínu um lendur Málmeyjar eru sætabrauð á hverju strái því “Fika stund” er […]

Read More…

Súkkulaðiappelsínumússa

Súkkulaði og appelsína er kombinasjón sem minnir okkar kynslóð bara á kattatungur og heimsóknir í teppalagt Þjóðleikhúsið. Naglann langaði allsvakalega að gera hollustugómsæti úr þessu bragðkombó sem dansar á tungunni. Úr varð súkkulaðiappelsínumússa úr grindhoruðum hráefnum og allir eru glaðir, bæði átvaglið og heilsumelurinn. Nýjasta nýtt frá NOW er sykurlaus sykur. Halló, getur það hljómað […]

Read More…

Afmæliskaka Naglans

Naglinn er algjört kökusvín og sykurpúki og gæti auðveldlega slátrað heilli köku án þess að blikka auga, enda matarlystin og magamálið eitthvað sem mun fara í sögubækurnar. Þess vegna á Naglinn heilt vopnabúr af hollustugúmmulaði og finnur því aldrei til vanþurftar. Þegar gúmmulaði og gleði í hollustukökum er troðið í smettið á hverjum degi þarf […]

Read More…

Súkkulaðikókosköppkeiks

Naglinn er í praktík á spítala og situr mjög oft á löngum fundum og rassakastast frá einni byggingu til annarrar til að ná næsta fundi. Það gefst því oft lítill tími til að setjast niður og snæða í rólegheitum. Þegar um er að ræða óseðjandi svarthol eins og Naglans er nauðsynlegt að hafa handhæga hollustu […]

Read More…