Desertapizza með súkkulaði og banana

Heitir bananar eru litlir kristallar af fullkomnun sem dansa í gómnum.
Bananar og súkkulaði er harmónía sem var búin til í himnaríki.
Pizza er uppfinning guðanna.

Allt þetta sameinað í eina hollustusæng er guðsgjöf til heilsumelsins en þetta dásamlega sköpunarverk leit dagsins ljós í epískri framkvæmdagleði á síðasta matreiðslunámskeiði Röggu Nagla.
Næsta námskeið verður á Akureyri í nóvember.

 

 

IMG_9839

Uppskrift
1 skammtur

Botn
60g NatureCrops kínóahveiti (fæst í Nettó)

1.5 dl g eggjahvítur

1 msk psyllium HUSK (NOW)

1 msk erythritol
Vanilludropar (NOW Better Stevia eða Kötlu)

 

IMG_9835

 

Súkkulaðikrem
2 msk NOW Hot cocoa m/stevia
2 msk ósætað kakó (NOW eða Hershey’s)
skvetta ósætuð Isola möndlumjólk

Hræra saman í þykkan massa eða kremáferð

súkkulaðimússa

 

IMG_9806

Álegg

Niðursneiddir bananar
Hakkaðar heslihnetur
Möndluflögur

 

IMG_9803

Aðferð

  • hræra öllu saman í deigið með sleif
  • hella á sjóðandi heita smurða pönnu og fletja deigið vel út
  • þegar botninn er bakaður að ofan, snúa við og steikja hinum megin
  • smyrja botninn með súkkulaðikremi
  • toppa með niðursneiddum bönunum og hnetum
  • inn í ofn í nokkrar mínútur þar til bananar orðnir mjúkir og gómsætir.

 

IMG_9840

 

Allt stöffið fæst í útópíu heilsumelsins Nettó

20150916_133708

One thought on “Desertapizza með súkkulaði og banana

  1. Pingback: Matreiðslunámskeið Naglans, Nettó og NOW – myndir | ragganagli

Comments are closed