Snickerskúlur

Snickerskúlur

Margir sem koma á matreiðslunámskeið Naglans, Now og Nettó tala um að vilja sukka fallega.

Að eiga eitthvað hollt gúmmulaði í skápnum sem hægt er að grípa í þegar Siggi sæti byrjar að hamra á hjarnanum. “Við viljum fransbrauð” og þagga þannig niður í kauða.  Gulan björgunarbát sem hægt er að fleygja sér í þegar skipið virðist vera að sökkva ofan í hyldýpi sykurguðsins.

Og inn koma þessar unaðslegu dúllur…. .. snikkerskúlur…snikkersdúllur.

 

Það stöðvast tíminn þegar súkkulaði og jarðhnetur renna saman í eina sæng á tungunni. Það er eitthvað klámfengið við þessa kombinasjón.

 

Uppskrift
Dúllurnar

1.5 msk Monki gróft hnetusmjör
1 skófla NOW súkkulaði mysuprótín
1 msk erythritol eða annað sætuefni
1 msk ósætað kakó (t.d Hershey’s)
3 tsk Naturata hlynsíróp eða Himnesk hollusta agave síróp
3 msk vatn

 

4-Ingredient-Peanut-Butter-Cheesecake-Balls-5

 

Súkkulaðihjúpurinn

100g Valor Stevia súkkulaði + hakkaðar jarðhnetur

snickerskúlur

Aðferð.

  1. blanda öllu saman þar til myndar deig.
  2. rúlla upp í kúlur
  3. Bræða súkkulaðið í örbylgju eða yfir vatnsbaði. Rúlla kúlunum uppúr súkkulaði og síðan hökkuðum jarðhnetum

4-Ingredient-Peanut-Butter-Cheesecake-Balls-4

4. Kæla dúllurnar í c.a 30 mínútur áður en tönnunum er sökkt í þennan unað.

 

4-Ingredient-Peanut-Butter-Cheesecake-Balls-6

 

Það tók ekki nema 10 mínútur að vippa saman gumsinu, rúlla í dúllur og velta uppúr sjokkolaðe. Tímafrekasti og erfiðasti parturinn er að bíða í þessar þrjátíu óendanlegu mínútur þar til þær eru klárar til átu.

 

Allt stöffið í þessar snúllur fæst í Nettó.

 

nettó-lógó