Oumph kebab

Oumph verður orð ársins 2016. Og hvað er Oumph?

 

oumph

Oumph er sænsk framleiðsla og ný af nálinni.

Það er sojaprótín í strimlum sem minnir á kjúkling í áferð og bragði og því frábær alternatífa fyrir okkur kjötæturnar sem öndum á rúðu vegan lífsstílsins og langar að taka þátt en þorum ekki að stíga skrefið til fulls.

IMG_1208

Í Casa de Nagli eru stundum kjötlausir mánudagar (meatless mondays) til að vera umhverfisvæn, minnka kjötát og vera vegan í einn dag.

Þennan mánudag voru Oumph kebab fyrir tvö átvögl á boðstólum.

Innihald:

1 poki Oumph með kebab kryddi
1 rauð paprika
1 laukur
1 dós maísbaunir
slatti iceberg
slumma sýrður rjómi eða kvark
hvít hrísgrjón… ónei.. en hvað með öll kolvetnin… og GI stuðulinn??
heilhveiti eða low-carb tortilla

 

Aðferð:

Steikja lauk og papriku þar til mjúkt

IMG_1212

Steikja Oumph í 4-5 mínútur.

 

IMG_1210

Smyrja tortillu með salsasósu, hummus, sýrðum rjóma.

IMG_1213

 

Slumma hrísgrjónum og maísbaunum ofan á

Raða papriku, lauk og oumph ofan á grjónin.

Toppa með rifnum horuðum osti og smátt skornu iceberg.

 

IMG_1216

Rúlla upp og graðga í ginið. Það þarf ansi stórt gin til að ná utan um allt stöffið sem vellur út.

 

IMG_1218

 

Þessi sló algjörlega í gegn á heimilinu og bóndinn ætlaði varla að trúa að hér var ekki dauð skepna sem veltist um munnholið.

 

Oumph fæst til dæmis í Fjarðarkaupum á Íslandi.