Þessi uppskrift Naglans á Sítrónu-rósmarín kjúklingi birtist í Fréttablaðinu fyrir skemmstu.
1 heill kjúklingur 1200 g
1/2 búnt rósmarín
1/2 búnt steinselja
rifinn börkur af einni sítrónu
2 tsk ólífuolía
1x marið hvítlauksrif
Aðferð:
hella ólífuolíu frá Himnesk hollustu í skál
Rífa sítrónubörk á rifjárni og bæta við
bæta mörnu hvítlauksrifi við
klippa rósmarín og steinselju útí blönduna
skera sítrónu í tvennt og kreista yfir
Hræra vel saman í litla skál.
Setja kjúkling í eldfast mót.
Pipra og salta vel. Krydda jafnvel með Kjúklingakryddi.
Pensla sítrónublöndunni yfir kjúklinginn.
Skera sítrónu í sneiðar og raða meðfram kjúklingnum ásamt hvítlauksgeirum.
Baka í ofni í 50 mínútur á 200°C
Gott meðlæti er horuð kokteilsósa Naglans.
Salat af lambhagasalati, kirsuberjatómötum, papriku, sólþurrkuðum tómötum og Létt-fetaosti
Brún hrísgrjón blönduð með ristuðum baunum frá Food Doctor,
Osta-Brokkolí með næringargeri (nutritional yeast)
og auðvitað maísstönglar.