Rósmarínbrauð

 

Þetta rósmarínbrauð leit dagsins ljós á einu af námskeiðum Naglans og sló rækilega í gegn eins og góður slagari með Gunna Þórðar. Sneiðarnar ruku út hver af annarri ofan í ginin á svöngum heilsumelum. Ekkert hvítt hveiti, enginn sykur, ekkert ger, ekkert glútein. Bara margar sneiðar af dásamlegri hollustu og hnossgæti.

 

IMG_9343

Rósmarín prótínbrauð

Uppskrift

1 skófla NOW baunaprótín
1 msk malað hörfræ (flax seed meal)
130g eggjahvítur
1 tsk lyftiduft
1 tsk rósmarín (himnesk Hollusta)
1 stk kramið hvítlauksrif
salt og pipar

Aðferð:

1. mauka allt gumsið saman með töfrasprota
2. hella deiginu í sílíkonform eða álform. Strá rósmarín yfir deigið

3. baka á 160° í 20 mínútur. Það er mikilvægt að baka ekki of lengi, því þá verða brauðin þurr og “ólekker”. Það vill enginn gamla þurra brauðsneið. Það gerir okkur óhamingjusöm í sinninu og bragðlaukana miður sín.
IMG_9328

 

IMG_9379

Brauðið má alveg frysta og einn skjólstæðingur Naglans er svo séð að skera kvekendið fyrst í sneiðar og frysta í pokum. Þá þarf ekki annað en kippa út og henda í brauðristina, bíða í 2 mínútur, smyrja með einhverju góðgæti og málið er dautt.

 

IMG_9344

 

Rósmarínbrauð með neyðarhummus er harmonía sem kemur beint frá himnum.

IMG_9397

 

 

Allt stöffið í brauðið fæst að sjálfsögðu í bestu heilsusjoppu bæjarins Nettó.