Klísturskaka

Síðasta kvöldmáltíð Naglans í lífinu verður súkkulaðikaka með rjóma. Ef valið stæði milli heimsfriðarins og að geta borðað súkkulaðiköku í öll mál alla daga án þess að fitna þyrfti Naglinn alvarlega að hugsa sig um.  Innri sykursnúðurinn hamast daglega og vill fixið sitt en hann er friðþægður með stöðugum blekkingum í formi hollustugúrmetis. Nýjast af […]

Read More…

Jólastál

Jól á Norðurbrú í Kaupmannahöfn eru ekki beint tradisjónell í þeim skilningi að hér eru fleiri bissniss staðir með opið en maður á að venjast frá Fróni. Hér má fara í ljós, kaupa kebab, fara til slátrarans, leigja vídjóspólu, kaupa grænmeti og ávexti og fylla enn betur á vömbina með slikki úr nammibarnum. En það […]

Read More…

Búðingablæti

Naglinn er með allskonar blæti, vöðvablæti, bragðdropablæti, grautarblæti og búðingablæti. Hið síðastnefnda stafar eflaust af ólympísku Royal búðingsáti á æskuheimilinu í Fossvoginum því einhver nostalgíufiðringur laumast niður hryggjarsúluna þegar hnausþykkur massinn gumsast úr skeiðinni upp í galopið ginið. Allt sem er þykkt, þykkt og mikið, mikið gleður óendanlegt magamál og matarlyst Naglans. Áður hefur verið […]

Read More…

Hafragrautur er fæða guðanna

Það eru fáar máltíðir sem toppa hafragrautinn og Naglinn gæti auðveldlega sporðrennt því góðgæti í allar sex máltíðir dagsins. Stundum er fyrirátsspennan svo mikil að svefninn raskast allverulega af tilhlökkun.  Þátíðarátskvíðinn gerir síðan óbærilega vart við sig að loknum snæðingi og heilir 24 tímar í næsta graut *grenj*. Á morgnana er líkaminn eins og svampur […]

Read More…

“No-bake” prótínstykki

Margir af lærisveinum Naglans finnst hentugt að grípa í prótínstykki eða önnur svokölluð “heilsustykki” milli mála. Naglinn er þó alfarið á móti slíkum afurðum, ef afurðir skyldi kalla.Prótínstykki eru oftar en ekki unnin í öreindir, stútfullt af sykri og yfirleitt húðað með alvöru súkkulaði. Það er því oft sáralítill munur á þessum “heilsustykkjum” og útúrsykruðum […]

Read More…