“No-bake” prótínstykki

Margir af lærisveinum Naglans finnst hentugt að grípa í prótínstykki eða önnur svokölluð “heilsustykki” milli mála.

Naglinn er þó alfarið á móti slíkum afurðum, ef afurðir skyldi kalla.Prótínstykki eru oftar en ekki unnin í öreindir, stútfullt af sykri og yfirleitt húðað með alvöru súkkulaði. Það er því oft sáralítill munur á þessum “heilsustykkjum” og útúrsykruðum súkkulaðistykkjum.

Naglinn mælir frekar með skyrdós, hrískökum, hrökkbrauði eða ávexti enda alveg jafn handhægt að grípa í slíkar heilar og hreinar afurðir milli mála eins og fabrikkustöng.En stundum langar mann bara í eitthvað aðeins gómsætara undir tönn og sumum finnast heilsustykki slá á sykurþörfina.
Það er gott ráð að malla svona kvikindi sjálfur “hjemme på” til að hafa stjórn á hvað rennur ofan í ginið.
Hér er uppskrift að hollum prótínstykkjum, sprengfullum af góðri fitu og kolvetnum og kirsuberið ofan á kökunni er að það þarf ekkert að baka.
Snilld fyrir letimeli eins og Naglann.
Bökunarfrí prótínstykki1 bolli haframjöl
6 skeiðar súkkulaði mysuprótín, t.d Scitec
2 msk hörfræ
1 tsk vanilludropar
5 msk náttúrulegt hnetusmjör
1/2 bolli vatn (kannski meira eftir tegund prótíndufts)
1. Blanda saman þurrefnum.2.Bæta við hnetusmjöri og blanda.

3.Bæta við vatni og vanilludropum.

4. Notið sleif sem hefur verið spreyjuð með PAM og blandið alveg saman.
Deigið getur verið mjög klístrað og erfitt í hrærun (er það orð?) en þá kemur bíseppinn sterkur inn.
Sett í lítið (8×8) PAM-spreyjað form og sett í kæli eða frysti þar til harðnar.
Skera í 9 bita þegar harðnað.

Næringargildi í einum bita:

Hitaeiningar: 197
Prótein: 21g
Fita: 7g
Kolvetni: 13.7g
Trefjar: 1.6g

2 thoughts on ““No-bake” prótínstykki

  1. Pingback: Keep on going | ourfitlifestyle

  2. Pingback: Utan þjónustusvæðis | ragganagli

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s