Eplapægrautur með eplakompóti

  Sykurlausa eplakompót Naglans er ekki þessa heims. Skúbbað yfir heitan eplapægraut á morgnana, toppað með vanillu eggjahvítuís og þú gætir allt eins verið að slurka í þig dísætri eplaböku í eldhúsinu hjá múttu.     Eplapægrautur 1 skammtur 40g haframjöl 2 msk NOW Psyllium Husk klípa salt epladropar frá Myprotein.com 1/4 rifið zucchini vatn eftir […]

Read More…

Hollar bolludagsbollur

  Bolludagurinn nálgast eins og óð fluga en það er engin ástæða . Það er heldur engin ástæða að sitja úti í horni með sorg og sút, maulandi gulrót og taka ekki þátt í gleðinni.  Hér er hugmynd að hollum og horuðum bolludagbollum fyrir þá sem eru að passa línurnar eða þeir sem kjósa af […]

Read More…

Eplakaka Naglans

    Þessi horaða sykurlausa eplakaka klikkar aldrei. Hún slær alltaf í gegn í félagslegum samkundum Naglans þar sem engum dettur í hug að um sé að ræða úsandi hollustu. En best er hún í einrúmi þegar Naglinn er vopnuð gaffli í joggaranum með kaniltaum út á kinn.     Eplakaka Naglans Uppskrift 2 egg […]

Read More…

Gómsætar glútein- og sykurlausar piparkökur

Þegar piparkökur bakast, kökugerðarmaður tekur…… allt deigið og borðar það… Þessar piparkökur eru horaðar, sykurlausar, glúteinfríar en þrátt fyrir alla þessa fátækt og vosbúð eru þær asnalega gómsætar og meira að segja bóndinn sem er sykursnúður mikill fannst þær betri en hinar hefðbundnu systur þeirra. En það krafðist viljastyrks nashyrnings í makaleit að éta ekki […]

Read More…

Rísalamand grautur

Rísalamand hafragrautur með þykjustuflöðuskúm og kirsuberjasósu var það heillin. Ó svo jólalegur og notalegur morgungrautur á aðventunni með danskri inspírasjón og átgleðin nær nýjum hæðum. Þennan er tilvalið að gera kvöldið áður í skammdegismyrkrinu meðan haustlægðirnar berja á rúðunni svo þú þarft einungis að rúlla þér framúr bælinu í morgunsárið og opna ísskápinn vopnaður skeið. […]

Read More…

Crepsur Naglans

Ylvolgar þunnar pönnsur færa Naglann aftur í tíma í eldhúsið hjá ömmu í Safamýrinni með RÚV ómandi í bakgrunni, þar sem sú gamla hafði ekki undan að steikja ofan í velmegunarvömb barnabarnsins sem sporðrenndi hverri á fætur annarri upprúllaðum með sykri. Naglinn hefur jú alltaf verið yfirburðamanneskja þegar kemur að áti innanhúss án atrennu. Þessar […]

Read More…

Tíramísú triffli

Vissir þú að Tíramísú þýðir “lyftu mér upp” á ítölsku? Og ef þessi grautur lyftir þér ekki upp úr bælinu í morgunsárið alla leið upp í sjöunda himin þarftu að láta athuga starfsemi bragðlaukanna á næstu heilsugæslustöð. Ein sneið af tíramísú inniheldur hátt í 500 karólínur og 30 grömm af fitu meðan þessi morgungleði er […]

Read More…

Kryddbrauð Naglans

  Það er fátt sem minnir eins mikið á jólin og nýbakað ilmandi kryddbrauð? Naglinn er Skröggur mikill, enda rammheiðin, og leiðist prjálið og stússið í kringum þessa blessuðu þrjá daga, en það gildir hinsvegar allt annað um matarhefðir og gúmmulaðið sem fljóta um allt í desember.   Sykurlaust prótínkryddbrauð 120g NOW möndlumjöl 2 heil […]

Read More…

Sjúklega mjúkar brúnkur

Það finnast ekki nógu sterk lýsingarorð í íslenskri tungu sem ná utan um gómsætið sem felst í þessum skinhoruðu, sykurlausu og dúnmjúku brúnkum (brownies). Unaðurinn sem hríslast niður hryggjarsúluna mælist í bandvíddum þegar þú sekkur tönnunum í þetta ljúfmeti. Við tyggingu upphefst reifpartý í munnholinu, með sjálflýsandi höfuðböndum og sýrutónlist. Þegar mjúkelsið rennur framhjá úfnum […]

Read More…

Skinhoruð súkkulaðimússa

Blómkál er guðsgjöf náttúrunnar til heilsugosa, því það er eins og kameljón og getur brugðið sér í allra kvikinda líki. Blómkál eykur líka magn af mat með aðeins örfáum karólínum. Fyrir þá sem mæla lífshamingju í magni af mat eins og Naglinn er slík viðbót eins og að fá símtal frá Brad Pitt með boð í […]

Read More…